ferðin á ströndina

Ég horfi út á hafið og finn sjávarilminn. Ég leggst á sandinn, ber sólarvörn á skjannahvítan líkamann. Það er frekar svalt enda hávetur- en ég læt það ekki stoppa mig. Dóttir mín týnir skeljar og sonurinn dýfir tásunni í sjóinn. "kalt mamma" kallar hann. Lífið gæti ekki verið betra- spóka sér á sólarströndinni með fjölskyldunni. Það dregur ský fyrir sólu og skyndilega verður mjög kalt. Við tökum saman og hlaupum í átt að bílnum, hlæjandi og ánægð.

Ég lít í átt til Perlunnar og hugsa með mér að það séu margir hlutir sem hægt er að gera í stað þess að fara til útlanda! Þessi ferð kostaði ekki neitt.

Það er frítt í Árbæjarsafnið á föstudögum :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Rakst fyrir tilviljun á bloggið þitt.  Þú ert virkilega skemmtilegur penni og sniðugt hjá þér að skrifa um þessa reynslu sem þorri þjóðarinnar er að lenda í eða verða fyrir á einn eða annan hátt - atvinnuleysi. 
Knús-á-þig

Soffía, 29.1.2009 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband