þriðjudagar til þrautar

Ég veit ekki alveg afhverju það er, en síðan ég varð atvinnulaus, hafa þriðjudagar verið erfiðustu dagarnir. Kannski er það vegna þess að ég hef alltaf fengið póst frá Capacent þar sem segir að ég hafi ekki komið til greina vegna vinnu sem ég sótti um, kannski er það út af stöðu tunglsins- ég get ekki alveg skilið það.

Mig dreymdi í nótt að ég hefði misst tönn, ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og hélt að það væri fyrir einhverju frábæru, kannski að óvæntir peningar myndu detta í fangið á mér, að draumurinn væri einhvers konar fyrirboði þess að ég gæti skilið við atvinnulausa lífið. Svo fletti ég draumnum upp í draumaráðningabókinni. Jahhh.. þetta var ekki alveg það sem ég hélt. Ég á semsagt eftir að lenda í vandræðum með einhvern ættingja og þetta getur einnig verið fyrirboði andláts. Ég hef ákveðið að láta þennan draum sem vind um eyru þjóta- enda er það best þegar hann er ekki fyrirboði einhvers góðs. Svo dreymdi mig reyndar líka að ég gæti gert skrilljón upphífingar í World Class, aðeins skemmtilegra heldur en hinn draumurinn. Ekkert skrítið að ég hafi verið aum í höndunum þegar ég vaknaði!

Oh jæja, þriðjudagur er að verða búinn og þá taka bara góðir dagar við.

Á morgun á ég von á einhverju áströlskum sjónvarpskörlum heim til mín og þarf að segja frá ástandinu á Íslandi. Best að dusta rykið af enskunni og æfa mig í hinum ástralska hreim. Vonandi fæ ég slönguskinn að gjöf- eða krókódílaskó. Maður má alltaf vona....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert að standa þig alveg frábærlega vel Inga :O) Mér finnst alltaf svo gaman að kíkja á bloggið þitt, fæ alltaf jákvæðnisstrauma frá því. Gangi þér vel með ástralska tv-ið ;O) Köbenkveðjur, Dóra Axelsd.

Dóra Axelsd. (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 08:44

2 identicon

Nú er kominn miðvikudagur og laaaangt í næsta þriðjudag.

Gangi þér vel í viðtalinu :-)

Hlakka til að sjá krókódílastígvélin sem þú færð.

Hafðu það gott í dag í þessu dásamlega veðri :-)

Greta (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 09:15

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Kanski færðu vinnu í Ástrallllaíu.

Bið að heilsa.

Hjálmtýr V Heiðdal, 25.3.2009 kl. 09:22

4 Smámynd: Soffía

Leiðinlegt með þriðjudagana en þú ert bara orðin celeb.  Gangi þér vel :) 

Soffía, 26.3.2009 kl. 09:19

5 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Drauminn þinn ræð ég þannig: Þú hefur orðið fyrir tapi (tönnin farin) en ert dugleg (hamast í líkamsrækt sem er að skila árangri, í draumnum) og vinnusemi og framtaksemi sem þú ert að sýna (allavega gegnum skrif þín) eru að styrkja þig. Þú ert sterkari en áður og þú kemur til með að njóta þess að gefast ekki upp. Einhver tók ostinn þinn en þú ert enginn Loki og finnur fljótlega nóg af góðum osti.

Hansína Hafsteinsdóttir, 26.3.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband