Sófakartafla...

Hér sit ég sveitt yfir kennslubókum þar sem ég er að fara í próf á föstudaginn. Ég ákvað að taka eitt fag í háskólanum í atvinnuleysinu og taldi það lítið mál. Nú, eftir að heili minn hefur legið mestmegnis í dvala í nokkra mánuði, er það meira en að segja að þreyta eitt stykki próf. Ég hef enga afsökun, enda haft mikinn tíma til undirbúnings- en samt sem áður er þetta erfitt.

Ég held að ég hafi ekki áttað mig á því almennilega fyrr en nú hve hið daglega líf í vinnu hefur mikil áhrif á mann. Þegar maður er í vinnu, notar maður heilann allan daginn, hugsar mikið og situr einbeittur við störf. Það er svo mikilvægt fyrir manninn að hafa eitthvað fyrir stafni alla daga og getur aðgerðarleysi valdið langvarandi "heiladeyfingu". Því segi ég við ykkur sem eruð í sömu stöðu og ég: Setjið markmið fyrir hvern dag- lesið og hreyfið ykkur, komið blóðinu á hreyfingu og ekki enda sem sófakartafla!!

ga090427

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel sæta mín!

Lilja (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:03

2 identicon

Já það er alveg ótrúlegt hvað það slokknar á manni þegar maður hefur lítið fyrir stafni. Vonandi varir þetta ástand ekki mikið lengur hjá þér. Gangi þér vel á morgun!

Ragga (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:30

3 Smámynd: Soffía

Gangi þér vel skvís

Soffía, 8.5.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband