og hver segir að það sé ekki hægt???

SmileEftir þrjár vikur byrja ég í sumarvinnu minni. Það rann skyndilega upp fyrir mér að alla þá 6,5 mánuði sem ég var búin að vera án vinnu, hafði ég ákveðið að gera fullt af hlutum sem ég annars gerði aldrei. Nú hef ég 3 heilar vikur til þess að gera það sem ég hafði allan þennan tíma til þess að gera.

Á þremur vikum þarf ég semsagt að:

*léttast um 10 kíló - sá það gert á viku í biggest loser þannig að það ætti að vera frekar auðvelt.

*geta hlaupið 3 kílómetra- hljóp í 2 mínútur í dag og var bara í góðu lagi eftir það, ætti að vera frekar auðvelt...

*skrifa skáldsögu- komin með hugmynd, ætti að ná þessu...

*taka til í öllum skápunum hérna heima- auðvelt verk, tekur bara 2-3 daga.

*hjóla kringum Reykjavík einn rúnt

*lesa eina bók á viku- er búin að lesa 3 bækur síðan á áramótum, á ca 17 bækur í land

*prjóna kjól handa dóttur minni, ermar handa mér og húfur til að gefa- er að verða búin með       kjólinn fyrir dóttur mína, þannig að það er bara ermarnar og húfurnar eftir

*þrífa báða bílana að innan sem utan- já..... einmitt....

*búa til nýjan rétt í hverri viku - þannig nú er það nýr réttur á hverjum degi...

Ég á örugglega eftir að ná að gera þetta allt saman Smile því að ég ætla að verða súperkona næstu þrjár vikurnar... hömm hömmm


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Haha, þú reddar þessu!

Greta (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 16:22

2 Smámynd: Soffía

SúperInga mætt á svæðið :)

Maður ætlar alltaf að gera svo miklu meira á e-m x-tíma og aðeins betur en það.

Soffía, 12.5.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband