Sparnaðarráð nr.5

Eftir að ég fór að minnka útgjöld og spara, fór ég að taka út pening í hraðbanka í stað þess að nota debet- eða kreditkort. Að mínu mati er það mjög sniðugt því þá veit maður nákvæmlega hvað maður eyðir miklu. Á hverjum föstudegi tek ég út pening og á hann að duga út vikuna. Ég var svona kreditkortakona, veifaði bara platinumkortinu mínu og safnaði vildarpunktum hratt og örugglega. Nú sit ég uppi með fjöldann allan af punktum sem ég get að sjálfsögðu ekkert notað því ég á ekki pening til að fara til útlanda. Það kom mér alltaf jafnmikið á óvart þegar ég fékk reikninginn og sá hvað ég hafði eytt miklu en fannst samt ég ekki hafa keypt neitt.

Við eigum stóran sparigrís sem stendur í eldhúsinu og bíður eftir að fá pening, við köllum þennan grís ferðasjóðsgrísinn okkar og hefur hann staðið þarna í rúmt ár. Reglulega tæmum við hann og leggjum peninginn í banka. Í þennan grís fara einungis smápeningar, maður finnur í rauninni ekki mikið fyrir því að setja hundraðkall öðru hvoru, en annars eru þetta krónur og tíkallar. Með þessu áframhaldi munum við geta skellt okkur til útlanda þó það gerist ekki á þessu ári. Nú ætlum við að vera skynsöm og safna fyrir ferðinni áður en við förum í hana.

Á meðan læt ég mig bara dreyma og læt það nægja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þetta ráð hjá þér, reyndar var hann Ingólfur búin að segja mér þetta á einhverju námskeiðinu hjá honum en þú ýttir aftur við mér nú ætla ég að taka út pening og vera bara með seðla, er svo til hætt að nota krítarkortið því ég hef enga stjórn á því,  og svo stendur grís i glugganum hjá mér og ég tæmdi hann fyrir jólin og fékk 21 þús úr honum, það var góð búbót þá.

Mercury (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 16:05

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég hef ekki haft debetkort í nokkur ár og þarf þess vegna að gera mér ferð í banka til að taka út aura, þetta veitir mér miklu betri yfirsýn yfir fjármálin og þýðir líka að ég hugsa mig um áður en ég kaupi eitthvað, hugsa líka hvort það sé fyrirhafnarinnar virði að fara í banka til að ná í fyrir einhverju sem mig langar í ... niðurstaðan oftast sú að mig vanti það nú ekki svo mikið!

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 28.2.2009 kl. 19:46

3 identicon

Síðast þegar ég vissi kostaði hver færsla út af debditkorti 19 kr. Kannski er þetta breytt, ég veit ekki, en umhugsun samt...

disa (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband