Hann er tannlaus greyið...

Fyrir ári síðan fór ég með dóttur mína í þessa árlegu skoðun til tannlæknis og þurfti að greiða 6 þúsund krónur fyrir. Ég fór með reikninginn í tryggingastofnun þar sem mér var tjáð að búið væri að draga frá framlag TS.  Hmmm... 6 þúsund krónur í venjulegt tjékk fyrir fólk sem á engan pening er rosalega há upphæð og er til þess að börn fara hreinlega ekkert til tannlæknis.

Hvað varð um skólatannlækninn? Hann var svo frábær, maður fór til hans einu sinni á ári í svona skoðun. Það ætti að vera skylda að fara með börnin sín til tannlæknis, en þá yrði þessi þjónusta að sjálfsögðu að vera ókeypis.

I rest my case.


mbl.is 10 þúsund krefjast ókeypis tannlækninga fyrir börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ókeypis skoðun þegar þau eru 3ja ára og 6 ára (verður að fara áður en þau verða 4 og 7)

En þetta er náttúrulega fáránlegt að tennurnar skuli ekki flokkast sem hluti af líkamanum og heyra þar með undir heilbrigðiskerfið.

reyndar algjör óþarfi að þetta sé ókeypis - þá þurfum við bara að borga meira til ríkisins eða skera niður annars staðar en þetta er allt of dýrt og fáránlegt að tannlæknar geti bara ákveðið sína eigin verðskrá.

T (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 09:58

2 identicon

Við vorum nú í sama grunnskóla á tímabili, .hvaða grunnskóla tannlækni varst þú með? Minn var hræðilegur ! var alltaf að fikkta í eyrnalokknum mínum meðan ég lá í stólnum...

Asdis (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband