Þetta snertir alla!

Þegar ég fer að hugsa um þessa rosalega tölu, að atvinnulausum fjölgi um ca. 1000 manns á milli mánaða, hríslast um mig ónotatilfinning sem mér þykir erfitt að ýta burt. Það sem er hræðilegast er að þessi tala virðist ekki fara minnkandi, heldur hækkar hún bara!

Ég var spurð um daginn hvað búið væri að gera fyrir atvinnulausa á Íslandi og þurfti ég að hugsa mig vel um áður en ég gat svarað þeirri spurningu. Það er búið að gera eitthvað- en ekki nóg. Ef 1000 manns bætast við atvinnuleysisskrá í hverjum mánuði, þyrfti að búa til jafnmörg störf á móti.

Ég fæ mínar atvinnuleysisbætur í hverjum mánuði fyrir að vinna ekki neitt, hvers vegna er ekki hægt að skapa störf fyrir þennan hóp af fólki? Þegar ríkið fer að skera niður stöðugildi hjá sér, hvað er þá eftir?

Það sem er mér óskiljanlegt er hvers vegna ríkið ákveði ekki að nýta allt sem þeir geta til þess að skapa störf fyrir einstaklinga. Vinnumálastofnun greiddi út 2 milljarða um síðustu mánaðamót í atvinnuleysisbætur. Tel ég að sú upphæð sé dropi í hafið miðað við öll þau útgjöld sem ríkið þarf að greiða og væri því ekki nær að leyfa fólki að halda vinnu sinni hjá ríkinu og skapa ný stöðugildi í stað þess að "gefa" peninginn? 

 


mbl.is Yfir 12 þúsund á atvinnuleysisskrá á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Já, þetta er óhugnanleg þróun.  Það verður að skapa atvinnu fyrir fólk.  Ég held að eitt af því versta sem hægt er að lenda í er atvinnuleysi í langan tíma og frábært hjá þér að halda þér virkri með ýmsu móti

Soffía, 6.4.2009 kl. 12:58

2 identicon

Já alveg sammála.... þetta er náttúrulega algjört rugl. Auðvitað á ríkið almennt séð ekkert að vera að búa til störf, bara til að búa til störf, heldur leyfa markaðnum að gera sitt... En þetta eru engar venjulegar aðstæður!

Svo er líka sniðugt að skapa störf við að gera hluti sem minnka gjaldeyrisþörf

Kristjana (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:18

3 identicon

Ég er pínu smeik um að sumir nenni ekki að mæta í vinnu sem gefur ekki hærri tekjur en sem nemur atvinnuleysisbótum. Kostnaðurinn við að vera í vinnu skiptir líka máli, t.d. ferðir á milli staða og í sumum tilvikum fínni fatnaður og matur, að ég tali nú ekki um snyrtivörurnar. Tökum dæmi: Kona í vinnu þarf að líta þokkalega út. Vel máluð, hárið snyrtilegt, neglur vel hirtar helst með gerfi eða allavega gel og vel lakkaðar. Hún mætir ekki í sömu gallabuxunum og lógó bol dag eftir dag. Hún mætir ekki með hálf grátt hárið og úr sér vaxna klippingu. En ég er sammála það er alls ekki gott að láta fólk hanga heima og spurning hvort ekki er hægt að nýta fleiri part úr degi eða 2-3 daga vikunnar. Get sagt þér að sumstaðar er verið að segja upp eða sleppa að ráða í lausar stöður þó það sé jafn mikið að gera og áður. Þetta bætist bara á þá sem eftir eru og þeir þora ekki að tilkynna veikindi heldur mæta svo lengi sem þeir geta staðið í lapprinar. Þora ekki að biðja um frí til að fara til læknis eða á foreldrafundi.

panna (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband