hrakfarir í hinu daglega lífi

Ég hef lengi vel verið talinn hrakfallabálkur- á það til að rekast í ólíklegustu hluti og meiða mig. Eftir að hafa farið í hjólatúr í dag, rifjaðist það upp fyrir mér. Eitt sinn bloggaði ég um ófarir mínar á hjólinu og ætla ég að birta það hér, þar sem þetta var vont- en líka fyndið...

Ég ákvað að vera rosalega healthy og cool um daginn, og skella mér út að hjóla. Ég fór niður og pumpaði í dekkin, það gekk nú eitthvað erfiðlega þannig að hjólið skall á hliðina. Það blæddi úr puttunum mínum, þannig að auðvitað þurfti ég að fá "Dóruplástur" til að laga meiddið. Eftir að ég náði að pumpa meira í dekkin (þetta ferli tók ca. hálftíma), þá settist ég á hjólið með hjálm og alles. Ég sleppti að sjálfsögðu ekki hipp og cool heyrnatólunum mínum og Ipodinum, þannig að ég var vel sett. Þegar ég var búin að hjóla í 3 mínútur, kom ég að umferðargötu og uppgötvaði þá mér til skelfingar að það voru engar bremsur á hjólinu, þannig að ég datt á hliðina með látum. Ég spratt upp með heyrnatólinum umvafin um hálsinn og skakkan hjálm. Ég leit í kringum mig, til að tékka hvort einhver merkilegur hefði nokkuð séð þessar ófarir- því án efa var þetta frekar fyndið. Ég skrönglaðist af stað heim á leið með tárin í augunum og að drepast alls staðar. Hjólið er allt í rispum og ég er rétt að jafna mig núna, með mar og sár á ólíklegustu stöðum (Milli lappanna, í hnésbótinni- á brjóstinu!!) og út um allt. Það verður nú einhver bið í að ég fari aftur út að hjóla

Um daginn kom ég heim og var hurðin að forstofunni lokuð, ég læddist inn og opnaði hurðina hljóðlega- í von um að geta hrætt úr heimilisfólkinu líftóruna... hehe... En það fór verr en á horfðist, mér tókst að opna hurðina með því að skella henni á augað og rak því upp þvílíkt vein að það hefur örugglega heyrst upp í auðnina í Úlfarsfellinu.

Ég fór í leikhús á mánudaginn að horfa á dóttur mína dansa, þegar ég þurfti að setja litla guttann í bílinn, rak ég framtönnina í þakið á bílnum og var aum í tvo daga á eftir.

Ég veit ekki hvort ég er svona blind eða bara svona óheppin- en svona hrakfarir gerast ósjaldan í mínu lífi. Það er bara ótrúlegt að ég skuli enn vera standandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Hehe..  þú ert skondin :) Gleðilega páska

Soffía, 12.4.2009 kl. 11:16

2 identicon

Þú tryggir ekki eftir á.....sagði eitthvert tryggingarfélagið í auglýsingu.

Númi (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Innlitskvitt - páskakveðjur

fyndin færsla - samt ekkert fyndið að lenda í þessu (kannski eftir á)

Sigrún Óskars, 12.4.2009 kl. 13:16

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

HA HA HA HE HE HE,þetta var sko góð saga,fínn húmor,alltaf gaman að lesa um ófarir hjá öðrum HA HA HA hugsaðu hvað þú ert heppin,þú ert á lífi,HA HA HA svo segir þú mjög skemmtilega frá,hugsaðu þér,ef þú lentir ekki í þessu,þá fengi ég enga skemmtisögu um páskana,HA HA HA mjög gott hjá þér Inga,vill fá að heyra meira,Gleðilega páska Inga,vonandi kemstu í gegnum páskana án þess að meiða þig,ÉG MEINA ÞAÐ. HA HA HA.   

Jóhannes Guðnason, 12.4.2009 kl. 13:38

5 identicon

Þú getur huggað þig við það Inga mín að þú ert ekki ein um þessa seinheppni, ég kannast alveg við svona atvik eins og þú varst að lýsa hehe.

Erla (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 00:46

6 identicon

Hahaha ég hló meira að segja upphátt hérna ein með sjálfri mér! Skemmtileg frásögn hjá þér :) Vona að þú sért búin að jafna þig eftir hrakfarirnar um daginn í grænmetiskælinum!!

Ragga (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:25

7 identicon

Hæ gaman að rekast á síðuna þína, vona að það fari nú að rætast úr atvinnuleysinu hjá þér.

 þessi færsla fannst mér mjög fyndin... þótt ekki hafi þetta nú verið þægilegt þegar á stóð. En fyndnast fannst mér  "að reka tönnina í þakið á bílnum"! haha hvernig er það hægt?

Bestu kveðjur Ásta Kristín

Ásta Kristín Svavarsdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 20:01

8 identicon

Inga hvernig væri að skrifa bara "skáldsögu"??

Ófarir Ingu - alveg satt:)

 Þú ert snillingur, gangi þér vel

Hulda

Hulda Axelsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:11

9 Smámynd: Sigrún Óskars

Góð hugmynd hjá Huldu - jólabókin í ár - þú ert svo góður penni

Sigrún Óskars, 21.4.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband