hitabylgja á Íslandi- not...

Það er ekki beint sumarveður úti, lárétt rigning og 3 stiga hiti. Svona veður fær mig alltaf til þess að muna eftir því þegar ég bjó í Breiðholtinu í gamla daga. Það var febrúar og ég hef örugglega verið um 10 ára gömul. Fólk var beðið um að halda sig inni þar sem var ofsarok úti. Við mamma horfðum út um gluggann af sjöundu hæð og fylgdumst með manni hanga á milli staura. Hann hélt á poka með gosi úr sjoppunni. Skyndilega tókst hann á loft og rúllaði eftir götunni og sleppti pokanum sem fauk út í buskann. Ég vorkenndi þessum manni hryllilega þegar hann skreið eftir götunni í átt að heimili sínu og hef því aldrei gleymt þessu- fyrir utan að ég er með minningalímheila.

Ég er með svo mikið lím á heilanum að vinir og vandamenn eiga það til að hringja í mig til þess að rifja upp ýmsa hluti sem gerðust í fortíðinni og fyrir mér eru þessar minningar í lifandi ljósi. Stundum er gott að muna svona mikið en óþarfa upplýsingar geta líka safnast fyrir í heilanum svo það er ekki pláss fyrir hlutina sem maður verður að muna Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Þú hefur eflaust átt heima í Æsu- eða Asparfellinu. Þar hreinlega blöktu litlir krakkar eins og fánar á ljósastaurum, þegar mest gekk á. En enginn slasaðist ef ég man þetta rétt.

ÞJÓÐARSÁLIN, 22.4.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Undanfarnar vikur hafa nú samt verið vel hlýjar í Reykjavík.

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.4.2009 kl. 15:59

3 identicon

Ha ha Já þú þert sko með límheila :O) Ég held að þú munir nöfnin á öllum strákum sem ég kef kysst um æfina sem ég hef steingleymt..ha ha   Þessi rogong í krummahólunum man sko eftir þeim...maður fór á flug stundum..jæja elska mín, vona að þú hafir það gott. Knús í krús, Ásdís

Asdis Hreinsdottir Snoots (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 17:21

4 Smámynd: TARA

Ofsa rok er ekkert grín...ég fauk einu sinni heilan kílometer...

TARA, 22.4.2009 kl. 19:33

5 identicon

Já Ásdís, við erum vel settar með límheila Ingu. Ég þarf oft að fletta upp í henni, hún man alveg nákæmlega hvar og hvenær ég kyssti hvern - og ég, eins og þú, er löngu búin að gleyma! Það er náttúrulega alveg stórkostlegt að vera svona!!!

Lilja (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband