Að fara á standby...

Áður fyrr var ég ein af þeim sem mætti ávallt á réttum tíma í allt. Ef mér var boðið í partý klukkan níu, mætti ég fyrst af öllum- 'fashionably late' klukkan fimm mínútur yfir og sat yfir gestgjafanum á meðan hann klæddi sig. Allan þann tíma sem ég var í grunnskóla var ég aldrei veik og mætti aldrei of seint. Þegar aldurinn færðist svo yfir (ég er nefnilega orðin hundgömul, eða þannig) og ég eignaðist börn og eiginmann sem eru öll mjög róleg í tíðinni, fór ég að mæta aðeins seinna, en mér leið aldrei vel með það. Ég veit ekki hvort það var í mínu danska eðli því Danir mæta alltaf þegar þeim er sagt að mæta. Þeir eru ekki eins og er í eðli Íslendinga að mæta of seint í mannfögnuði.

Nú, eftir 6 mánuði í atvinnuleysi, er eins og slökkt hafi verið á tímaskynjaranum mínum. Ég tek hlutunum ótrúlega rólega- stundum of rólega, og fæ ekki stresskast þó svo að ég sé aðeins of sein. Þetta getur verið gott en líka slæmt á sama tíma.

Eftir svo langt atvinnuleysi, getur heilinn átt það til að fara á svona Mute eða standby, það er ekki eitthvað sem minn heili er vanur að gera. Hann hefur alltaf verið stilltur á on þar til núna, það kemur nefnilega fyrir að hann fari á standby.... Skrýtið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mjög athyglisvert! Hvernig lýsir þetta standby á heilanum sér?

Bryndís (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband