Þjóðleikhúsið býður til leiks!

Námskeið fyrir atvinnulausa:

Þjóðleikhúsið býður atvinnuleitendum ókeypis námskeið dagana 12.-13. maí næstkomandi. Leikarar Þjóðleikhússins munu leiða tvö stutt námskeið sem hafa það helst að markmiði að gleðja sálina, efla jákvætt hugarfar og næra andann.

Leikhúslæsi
Þriðjudaginn 12. maí kl. 13-16 og leikhúsferð föstudagskvöldið 15. maí

Á námskeiðinu er leikhúsformið kynnt lag fyrir lag fyrir þátttakendum. Þeir fá einstaka innsýn í vinnuaðferðir leikhúslistafólks og læra aðferðir sem skerpa sýn á það sem fyrir augu ber á leiksýningum. Innifalin er kynnisferð um leikhúsið baksviðs. Í boði verður einnig leikhúsferð á Hart í bak með umræðum á eftir.


Leiktu með!
Miðvikudaginn 13. maí kl. 13-16 og leikhúsferð föstudagskvöldið 15. maí

Vinnusmiðja með landsþekktum leikurum, þar sem áherslan er á að efla kjark og jákvæðni í gegnum skemmtilegar leiklistaræfingar. Í boði verður einnig leikhúsferð á Hart í bak með umræðum á eftir.


Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning í Þjóðleikhúsinu hjá Vigdísi Jakobsdóttur, vigdis@leikhusid.is, s. 585 1200, til og með 6. maí.

Við minnum einnig á Samstöðukort Þjóðleikhússins sem afhent er í miðasölu leikhússins, gegn vottorði um skráningu á atvinnuleysisskrá, en það gildir sem fríkort út leikárið. Handhafi kortsins á  rétt á einum frímiða á hverja sýningu Þjóðleikhússins leikárið 2008/2009. Handhafi þarf aðeins að sýna kortið, ásamt persónuskilríkjum, í miðasölunni þegar viðkomandi vill koma á  sýningu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband