Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

og hver segir að það sé ekki hægt???

SmileEftir þrjár vikur byrja ég í sumarvinnu minni. Það rann skyndilega upp fyrir mér að alla þá 6,5 mánuði sem ég var búin að vera án vinnu, hafði ég ákveðið að gera fullt af hlutum sem ég annars gerði aldrei. Nú hef ég 3 heilar vikur til þess að gera það sem ég hafði allan þennan tíma til þess að gera.

Á þremur vikum þarf ég semsagt að:

*léttast um 10 kíló - sá það gert á viku í biggest loser þannig að það ætti að vera frekar auðvelt.

*geta hlaupið 3 kílómetra- hljóp í 2 mínútur í dag og var bara í góðu lagi eftir það, ætti að vera frekar auðvelt...

*skrifa skáldsögu- komin með hugmynd, ætti að ná þessu...

*taka til í öllum skápunum hérna heima- auðvelt verk, tekur bara 2-3 daga.

*hjóla kringum Reykjavík einn rúnt

*lesa eina bók á viku- er búin að lesa 3 bækur síðan á áramótum, á ca 17 bækur í land

*prjóna kjól handa dóttur minni, ermar handa mér og húfur til að gefa- er að verða búin með       kjólinn fyrir dóttur mína, þannig að það er bara ermarnar og húfurnar eftir

*þrífa báða bílana að innan sem utan- já..... einmitt....

*búa til nýjan rétt í hverri viku - þannig nú er það nýr réttur á hverjum degi...

Ég á örugglega eftir að ná að gera þetta allt saman Smile því að ég ætla að verða súperkona næstu þrjár vikurnar... hömm hömmm


so what???

Ég var í jarðaför í dag og minnti það mig á enn og aftur að skattar og hvalveiðar og ESB skipta engu máli, það er heilsa fólks sem skiptir mestu máli í þessu lífi. Ég veit vel að mikið atriði er að eiga peninga til að lifa- en að eiga mikla peninga skiptir engu máli. Nýja sjónvarpið, vélsleðinn eða flotta sófasettið- so what??


mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Confessions of a shopaholic...

Þegar peningaleysi fer að segja til sín, er nauðsynlegt að skera niður á hinum ýmsu stöðum. Sumir, konur sérstaklega (held ég), hafa rosalega gaman af að versla á netinu. Að versla á netinu getur verið slæmt þar sem það er svo auðvelt að kaupa alls konar dóterí. Ég er ein af þeim sem hef mjög mjög mjög gaman að skoða vörur í gegnum netið. Ég hef nokkrum sinnum pantað af netinu- aðallega samt af Victoria's secret sem er æðisleg síða. Þar er hægt að kaupa allt frá nærfötum til veskja og kápa. Hér áður fyrr var frekar ódýrt að versla á síðunni, nú þarf maður næstum því að láta sál sína fylgja með ef maður ætlar að kaupa eitthvað í dollurum eða evrum.

Nú sit ég í peningaleysinu og get ekkert verslað. Ég er hætt að fara í Kringluna og Smáralind, kíki sjaldan í aðrar búðir en Grísabúðina góðu.  Ég fæ svolítið kikk út úr því að versla, ég get farið í sæluvímu þegar ég stend þreytt í fótunum með fullt af pokum. Þar sem það er ekki hægt nú, er hægt að fara á netið á uppáhalds síðuna sína, setja allt það sem hugurinn girnist í innkaupakörfuna og hætta svo við allt saman þegar á að fara að borga. Þetta er alveg sama tilfinningin nema maður þarf hvorki að borga né sitja uppi með vöru sem átti að kaupa fyrir stundarvímu.  Ég veit það því ég hef prófað það og mæli með því :)

 

 


Sófakartafla...

Hér sit ég sveitt yfir kennslubókum þar sem ég er að fara í próf á föstudaginn. Ég ákvað að taka eitt fag í háskólanum í atvinnuleysinu og taldi það lítið mál. Nú, eftir að heili minn hefur legið mestmegnis í dvala í nokkra mánuði, er það meira en að segja að þreyta eitt stykki próf. Ég hef enga afsökun, enda haft mikinn tíma til undirbúnings- en samt sem áður er þetta erfitt.

Ég held að ég hafi ekki áttað mig á því almennilega fyrr en nú hve hið daglega líf í vinnu hefur mikil áhrif á mann. Þegar maður er í vinnu, notar maður heilann allan daginn, hugsar mikið og situr einbeittur við störf. Það er svo mikilvægt fyrir manninn að hafa eitthvað fyrir stafni alla daga og getur aðgerðarleysi valdið langvarandi "heiladeyfingu". Því segi ég við ykkur sem eruð í sömu stöðu og ég: Setjið markmið fyrir hvern dag- lesið og hreyfið ykkur, komið blóðinu á hreyfingu og ekki enda sem sófakartafla!!

ga090427

Frábært framtak hjá tannlæknum :)

 

Ókeypis hjálparvakt tannlækna fyrir börn og unglinga   
Wednesday, 08 April 2009

Fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafa breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum. Því miður sýnir reynslan að eitt af því sem foreldrar neyðast til að spara þegar þrengir að eru tannviðgerðir og eftirlit hjá börnum og unglingum. Dregið hefur stórlega úr þáttöku íslenskra stórnvalda í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasir gífurleg hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og unglinga um þessar mundir. Í sumum tilfellum bíður fólk þess aldrei bætur. Tannlæknar hafa ákveðið að koma til móts við þau heimili sem erfiðast eiga uppdráttar með sjálfboðavinnu við skoðun og viðgerðir tanna hjá börnum og unglingum. Skorað er á barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör að nýta sér þetta tækifæri til ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri. Hjálparvakt tannlækna er samstarfsverkefni Tannlæknafélags Íslands og Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Þjónustan er veitt í húsnæði Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Tanngarði, laugardagana 4. apríl, 18. apríl, 9. maí og 23. maí frá kl. 10.00 – 13.00. Ekki er tekið við tímapöntunum en ráðstafanir eru gerðar til þess að biðtími verði ávallt hóflegur. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Tannlæknadeild Háskóla Íslands í síma 525 4850.


Þjóðleikhúsið býður til leiks!

Námskeið fyrir atvinnulausa:

Þjóðleikhúsið býður atvinnuleitendum ókeypis námskeið dagana 12.-13. maí næstkomandi. Leikarar Þjóðleikhússins munu leiða tvö stutt námskeið sem hafa það helst að markmiði að gleðja sálina, efla jákvætt hugarfar og næra andann.

Leikhúslæsi
Þriðjudaginn 12. maí kl. 13-16 og leikhúsferð föstudagskvöldið 15. maí

Á námskeiðinu er leikhúsformið kynnt lag fyrir lag fyrir þátttakendum. Þeir fá einstaka innsýn í vinnuaðferðir leikhúslistafólks og læra aðferðir sem skerpa sýn á það sem fyrir augu ber á leiksýningum. Innifalin er kynnisferð um leikhúsið baksviðs. Í boði verður einnig leikhúsferð á Hart í bak með umræðum á eftir.


Leiktu með!
Miðvikudaginn 13. maí kl. 13-16 og leikhúsferð föstudagskvöldið 15. maí

Vinnusmiðja með landsþekktum leikurum, þar sem áherslan er á að efla kjark og jákvæðni í gegnum skemmtilegar leiklistaræfingar. Í boði verður einnig leikhúsferð á Hart í bak með umræðum á eftir.


Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning í Þjóðleikhúsinu hjá Vigdísi Jakobsdóttur, vigdis@leikhusid.is, s. 585 1200, til og með 6. maí.

Við minnum einnig á Samstöðukort Þjóðleikhússins sem afhent er í miðasölu leikhússins, gegn vottorði um skráningu á atvinnuleysisskrá, en það gildir sem fríkort út leikárið. Handhafi kortsins á  rétt á einum frímiða á hverja sýningu Þjóðleikhússins leikárið 2008/2009. Handhafi þarf aðeins að sýna kortið, ásamt persónuskilríkjum, í miðasölunni þegar viðkomandi vill koma á  sýningu.

 

 


Skemmtileg síða

Ef þú getur lesið norsku eða dönsku og hefur gaman af að lesa hvað aðrir skrifa um Ísland, þá er ég með eina síðu : www.myse.dk . Þar eru birtar greinar eftir Henrik og Christian, blaðamenn frá Noregi. Þeir voru á Íslandi fyrir kosningar og skrifa skemmtilega frá lífi fólks í Reykjavík.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband