föstudagur til (ekki)fjár
19.12.2008 | 10:41
Ég náði ótrúlega góðum degi í gær- fór í ræktina í 1 og hálfan tíma og var svo bara heima að "dúlla" mér (sofa og horfa á dr.Phil). Ég eyddi engum pening og var mjög ánægð með mig... þangað til ég sótti strákinn á leikskólann. Það var rosalega mikil snjókoma og lélegt skyggni. Þegar ég bakkaði út úr stæðinu í rólegheitum, bakkaði ég á bíl. Frábært! Það fyrsta sem ég hugsaði var að drífa mig í burtu en þar sem ég vil sýna gott fordæmi fyrir börnunum mínum- ásamt því að vera rosalega heiðarleg, ákvað ég að hinkra eftir eigandanum. Ég bar mig mjög illa þegar hún kom. ég náði að smygla inn í umræðuna að ég væri atvinnulaus og ég væri mjög mjög leið yfir þessu. Konan sagði við mig að það væru hvort sem er nokkrar rispur þarna, þannig að þetta skipti engu máli. Sjúkket maður! Það sást ekkert á hinum bílnum- enda blindhríð. Stundum getur maður verið heppinn
Athugasemdir
Heppin! Ekki gaman að lenda í svona rétt fyrir jól, frábært að þetta slapp svona vel...
Erla María (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:00
Sko, þú ert nú bara heldur heppin, þú hefðir getað fegnið einhverja romsuna yfir þig. :O)
'Asdís (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.