I love you Stöð 2...
20.12.2008 | 17:29
sextán dagar. Ég er farin að telja niður. Það eru 16 dagar þar til stöð 2 verður slútt á þessu heimili. Þetta eru hræðilegar fréttir þar sem ég hef verið þekkt fyrir mikinn fróðleik á sápuóperum nútímans. Ég á líklega ekki eftir að komast að því hvað verður úr sambandi Libbyar og Fritz í Grönnum, hvort Denny eigi eftir að hverfa úr huga Izzyar eða hvort Michael Scofield verði loks frjáls- eða hvort aðgerðin sem hann er að fara í, eigi eftir að heppnast. Þetta eru allt vinir mínir sem munu nú hverfa á braut eftir 16 daga. Það er spurning að reyna að redda þáttunum - en það er bara ekki eins.
Þegar ég hringdi í Stöð 2 í byrjun desember, sagði ég upp áskriftinni með kökk í hálsinum, ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum þennan harmleik.
Kannski verð ég bara að læra að prjóna- ein í myrkrinu, án vina minnas sem láta mig gleyma raunveruleikanum um stund. Snöft snöft...
Athugasemdir
ææ, Inga mín, þetta er nú bara dáldið agalegt!
Þú hefur hana þó allavega um jólin og í svartasta skammdeginu eeeen svo fer að birta og janúar tekur við með skíðum, sólbrúnku og hressileika!
Bryndís (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:44
Mæli með www.ch131.com þ.e.a.s. ef þú segir ekki upp netinu líka.
Þar geturðu fylgst með öllum nýjustu þáttunum. Algjör snilld.
Jana (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 08:52
vá, þetta er frábær linkur- verst að maður getur bara horft í 72mínútur á dag- svo biðja þeir mann að borga. En það er kannski bara gott.
Inga, 26.12.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.