Leti + atvinnuleysi
23.12.2008 | 12:14
Ef einhver hefði sagt mér fyrir nokkrum mánuðum að það væri erfitt að vera atvinnulaus- hefði ég bara brosað út í annað og látið mig dreyma um að fara í ræktina á hverjum degi, sofa og sækja börnin mín snemma. Það var hugsun mín í upphafi atvinnuleysis. Ég svaf aðeins lengur, fór í ræktina eftir hádegi, kíkti í hádegismat með gömlu vinnufélögunum og fór í klippingu.Svo var þetta orðinn vítahringur, heilinn á mér slokknaði á morgnana eftir dr.Phil (búinn klukkan 9) og stundum vaknaði ég við eigin hrotur um 11 leytið- allur morgunninn farinn. Ég píndi mig til að fara í ræktina af því að ég vissi að ég hafði enga afsökun- annars gerði ég voða lítið yfir daginn. Ég hafði ekki lengur efni á að fara út að borða í hádeginu- í staðinn borðaði ég þurrt brauð með osti eða eitthvað álíka.
Ég ræddi um þetta við systur mína og kom hún þá með þá snilldarhugmynd að skrifa niður kvöldið áður- atriði sem ég þyrfti að gera daginn eftir. Þetta er ótrúlega sniðugt, því þá fellur maður ekki í þessa letigryfju sem erfitt er að komast upp úr.
Markmið mitt, þriðjudaginn 23.desember er eftirfarandi:
1.skúra og ryksuga
2. skreyta jólatré
3. fara í skötuveislu
4. láta mér batna :)
Ótrúlega skemmtilegur dagur framundan og fullt að gera...
Athugasemdir
Ég get alveg ímyndað mér að þetta sé snúið. Fyrst er þetta eins og kærkomið frí svo verður þetta hversdagleiki. Þetta er greinilega mjög spennandi dagskrá hjá þér í dag.
Takk fyrir að minnast á mig í færslunni :-)
Go girl
P.S. Ég býð þér í lunch á næsta ári.
Greta (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:22
Sniðug hugmynd! Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni.
Ragga (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.