skítalykt

Fyrir ári síðan keypti ég hlut í "litlu" fyrirtæki sem heitir Flaga Group, eyddi þar um 70 þúsund krónum. Ég taldi þetta vera fína fjárfestingu þar sem sterkir aðilar voru að baki þessa fyrirtækis. Þegar það var svo afskráð úr Kauphöllinni í vor, ákvað ég að eiga bara minn hlut í fyrirtækinu og sá fyrir mér, þar sem ég ætti nú 50 þúsund hluti í fyrirtækinu, að þetta myndi örugglega skila sér einhvern tímann í náinni framtíð. Í 6 mánaða uppgjörinu kom í ljós að fyrirtækið var farið að skila hagnaði upp á nokkur hundruð milljónir og var ég bara rosalega ánægð með þetta.

Í gær fékk ég svo bréf frá Lex lögmannsstofu. Þegar ég opnaði bréfið gaus upp skítafýla, svo slæm að ég þurfti næstum því að halda fyrir nefið. Ég hóf lesturinn og las að færa ætti eignahlut Flaga Group yfir í annað félag og sá ég fljótt að um yfirtökutilboð væri að ræða. Ég hugsaði- jah, þetta er nú ekki svo slæmt, mig vantar svosem pening núna. Bréfið var 2 bls og rann ég hratt í gegnum það, las um erfiðleika félagsins en ég blés nú svosem á það þar sem fyrirtækið væri nú gott og allt það. Mér var tjáð að ég ætti að gefa upp reikningsnúmer til þess að hægt væri að leggja inn á mig og ég var strax farin að sjá að nú kæmist ég kannski á útsölur eða gæti keypt bara eitthvað fyrir allan peninginn. Kannski sett peningana upp í frí fyrir fjölskylduna eða jah, farið í nudd. Já, það er góð hugmynd, eyða peningunum í einhverja vitleysu.

Svo las ég áfram.... "Þú átt því 34,69 hluti í fyrirtækinu í dag. Ha? Hverju missti ég af, átti ég ekki 50 þúsund hluti? Já, þeir voru að lækka hlutafé fyrirtækisins... Svo stóð að ég fengi að leysa út bréfin á genginu 1. Bíddu, 34,69 sinnum 1- það er... 34,69! Það er minni peningur en kostaði að senda mér bréfið! Ég verð að segja að það er skítalykt af þessu... Ekkert nudd fyrir mig á næstunni...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi eins og þú. Það er einhver skítalykt af þessu reiknisdæmi. Erna

Erna Jessen (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:09

2 identicon

Rosalega er gaman að lesa bloggið þitt, enda einhver alskemmtilegasta manneskja sem ég hef fyrirhitt.

Vonandi gengur allt vel, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir þau gömlu sem voru fyrir löngu síðan.... ;o)

Þorri (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 10:50

3 identicon

Uff, madur finnur fyluna alla leid til Frakklands!

Rosalega ertu annars dugleg ad skrifa, thù ert fràbaer penni.

Knùs, Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:00

4 identicon

Ég flissa ennþá upphátt af þessu dæmi.

Ég er eitthvað treg svona snemma dags en ég skil ekki þetta reiknisdæmi. Kannski eru notaðar einhverjar flóknar hlutabréfaútreikniformúlur til þess að reikna þetta út.

I dont get this...

Greta (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband