skóli
7.1.2009 | 14:13
Líf mitt snýst þessa dagana um að sofa, borða, horfa á sjónvarpið og sofa. Heilinn minn er kominn í svokallað "standby" ástand og ég virðist ekki koma neinu í verk. Ég horfi á jólatréð og veit að það þarf að fara niður en fæ mig ekki til að gera neitt í því.
Nú hef ég ákveðið að setjast aftur á skólabekk til þess að koma heilanum í gang og nýta þennan mikla tíma sem ég hef. Þá hitti ég líka annað fólk en það sem er í sjónvarpinu eða í búðinni, þarf að rífa mig framúr á morgnana til að mæta í skólann og koma skipulagi á lífið. Hálft ár í háskólanum kostar 32.500 krónur en þar sem ég er í VR, munu þeir greiða helminginn af skólagjöldunum- þannig að þetta er næstum því gefins.
Athugasemdir
Mér líst vel á þetta hjá þér! Hvað ætlarðu að fara að læra? Það væri gaman að kíkja einhvern daginn saman í hádegismat, ég er yfirleitt laus.
Ragga (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 21:12
ætla í master í Stjórnun og stefnumótun.. Tek bara eitt til tvö fög.. Líst vel á lunchinn.
Inga, 8.1.2009 kl. 01:00
Nú hélt þú færir í eitthvað allt annað... verkefnastjórnun?! En þetta er einmitt það nám sem ég var að skoða en gat ekki tekið með vinnu (frekar kaldhæðnislegt núna;).
Hlakka til að vita hvernig þer finnst námið:)
Sjáumst.. já og gleðilegt ár :)
Ingigerður (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:50
Ok hljómar vel! Stefnum á lunch í næstu viku, verðum í bandi :)
Ragga (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.