Ekkert stress
8.1.2009 | 01:16
Ég stóð í Nóatúni og beið eftir að laxinn minn yrði flakaður. Ég fór að hugsa um líf mitt fyrir nokkrum mánuðum síðan, þegar ég hljóp inn í búðina til að grípa það nauðsynlegasta, pirraðist yfir biðinni í kjötborðið og hljóp svo til að borga svo ég yrði fljótari. Líf mitt var ávallt á hlaupum þar sem tíminn var dýrmætur og var enginn ástæða að sóa honum í svona tilgangslausa hluti. Ég var með hnút í maganum yfir hvað ætti að vera í matinn, hvort ég myndi ná ljósinu og hvort ég hefði munað eftir að kveikja á þvottavélinni áður en ég fór í vinnuna.
Þarna stóð ég í rólegheitum, horfði á fólkið í búðinni, velti fyrir mér hverjir væru í sömu sporum og ég og hverjir ekki. Ég brosti til manns með grátandi barn á arminum og þegar afgreiðslukonan sagði mér að ég þyrfti að bíða aðeins lengur eftir flakinu, sagði ég bara að það væri ekkert mál. Ég fylgdist með konu pirrast yfir stráknum sem viktaði plokkfiskinn fyrir hana og hugsaði með mér að ég hafi verið hún fyrir nokkrum mánuðum.
Nú horfir lífið öðruvísi við og stend ég bara róleg þar til röðin kemur að mér.
Athugasemdir
True... svo satt hjá þér.
Greta (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 15:23
Carpe diem Inga mín!
Lilja (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 14:32
æi sæt frásögn, alveg satt.
asdis (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.