Martröð í Kringlunni...

Ég ákvað að skella mér í Kringluna til að athuga hvort orðrómur um "okurútsölur" væri réttur. Ég þurfti að kaupa eitt stykki afmælisgjöf og var búin að ákveða að hún mætti kosta um tvö þúsund krónur- enda var þessi gjöf ætluð barni. Mér datt fyrst í hug að kíkja í Hagkaup á dótið þar- því það fæst ekki dót annars staðar í Kringlunni. Á leiðinni í Hagkaup staldraði ég við í hinum ýmsu búðum og var fegin því að ég ætti engan pening- enda var allt svo fokdýrt og ég hefði hvort sem er ekki komist í afgangana sem eftir voru í búðunum, ekki einu sinni þó ég myndi nota skóhorn. Það voru bara small (litlar) stærðir eftir og velti ég því fyrir mér hver hefði keypt upp stærðirnar þar sem allt var svo dýrt.

Þegar ég kom inn í Hagkaup, gekk ég bjartsýn innst inn í búðina þar sem dótið var. Ég rak augun í pinkulítil dýr og mundi að þau hefðu nú alltaf verið frekar ódýr. Eitt lítið dýr- þúsund kall! Afmælisbarnið hefði örugglega farið að grenja þó hún hefði fengið tvö stykki þar sem það hefði verið hægt að skella gjöfinni í rassvasann. Ég gekk enn bjartsýn innar í búðina og sá þar föndurdót sem ég hafði keypt í USA (Ameríku) á 14.99 dollara í nóvember. Ég ákvað að kaupa svona þar sem þetta var ótrúlega sniðugt. Þá rak ég augun í verðið; 5299 krónur!!! Ég leitaði eftir símanum og ætlaði að hringja í neyðarlínuna, því þetta var neyðartilvik. Mig svimaði og ég gekk hröðum skrefum út úr búðinni, ó mæ god (guð minn góður), þvílíkt fokketí fokk.

Hálftíma síðar eftir að hafa ráfað um Kringluna í öðrum heimi, úr einni búð í aðra- með bauga og svita, fann ég loks eitthvað. Hvenær varð svona erfitt að finna afmælisgjöf??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning um að leggja það til að afmæli verði lögð niður þar til "ástandið" líður hjá?

Kristín (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband