bókitíbók
12.1.2009 | 19:52
Ég er að lesa svo frábæra bók sem er akkúrat fyrir mig, ég er alveg að vera búin með hana og hún er ótrúlega skemmtileg. Hún heitir Draumaveröld Kaupalkans. Ég fékk alveg dúndur hugmynd í gærkveldi þegar ég var að lesa hana. Þessi hugmynd mun leysa öll mín atvinnuvandamál. Það var bara svo ótrúlegt að ég hafi ekki fengið þessa hugmynd fyrr. Ég get unnið heima, sofið lengur og farið í Kringluna fyrir peninginn sem ég vinn mér inn!! Nei, ég ætla ekki að selja Herbalife... Ekki alveg. Ég ætla að skrifa bók!! Ég gæti kannski skrifað bók um unga konu sem verður atvinnulaus- eða einhverja spennubók. Ótrúlega einfalt! Best að byrja í dag að hugsa um eitthvað til að skrifa. Ég gæti sett mér markmið;
1. bókin þarf að vera fyndin og ótrúlega skemmtileg.
2. hún þarf að vera raunveruleg
3. og á að gerast á Íslandi
Jah, það er alla vega auðveldara að skrifa bók en að finna upp á einhverju sniðugu sem maður getur orðið ríkur af. Miklu auðveldara.
Athugasemdir
4. Í það minnsta ein persóna í bókinni skal heita Þorvaldur.
Þorri (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.