miðvikudagur til mæðu, Sparnaðarráð nr.3
14.1.2009 | 11:15
Það snjóar og snjóar og bíllinn minn er ekki á vetrardekkjum þar sem við erum að spara... hömm hömm. Borgar sig kannski ekki að spara þarna. Þannig að ég er föst heima þar til bíllinn á nöglunum kemur heim..
Sparnaðarráð nr. 3 : Á hverjum miðvikudegi er frítt á Þjóðminjasafnið og hægt að valsa þar um allan daginn án þess að það kosti neitt! Til þess að vera ennþá menningarlegri, er hægt að fara á Listasafn Íslands og Reykjavíkur alla daga vikunnar því það er alltaf frítt. Ég gæti drukkið í mig menningu án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. Það er bara frábært!
Nú erum við hjónin farin að selja nokkra hluti- við seldum Playstation 3 tölvuna okkar í gær með leikjum og öllu. Ótrúlegt að þó að ég notaði hana nánast aldrei, þá er einhver hola í sjónvarpshillunni sem ég er ekki að fíla- þar sem tölvan var. Snöft snöft.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.