Hámark letinnar

Ég átti pantaðan tíma í plokkun og litun í morgun klukkan hálftíu. Maður getur nú ekki fengið "kreppukonulookið" þar sem maður er nú á atvinnumarkaðnum og verður að reyna að líta vel út. Ég var orðin frekar loðin og taldi vera kominn tími til. Ég sendi fjölskylduna út úr húsi og skreið aftur upp í rúm, stillti klukkuna á 8.40. Þegar klukkan hringdi var ég svo rosalega þreytt (veit ekki alveg af hverju) að ég ákvað að hringja og afpanta tímann sem ég átti. Til hvers að vakna svona snemma þegar maður hefur allan daginn?? Ég fór svo aftur að sofa og var ótrúlega ánægð með ákvörðunina- en loðin...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sparka hér með í rassinn á þér..... samt ekki mjög fast.

Greta (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 09:56

2 identicon

Láta sér bara vaxa hár og skegg,þar til rofar til aftur.

það geri ég,og ekkert kreppukonutal.!

Margret S (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband