velmegunarpappír
16.1.2009 | 15:58
Ég stóð undrandi fyrir framan klósettpappírshilluna í Bónus. Ég var vön að "leyfa" mér að kaupa Andrex pappírinn þar sem hann er rosalega mjúkur og endingagóður... En þarna stóð ég og hugsaði með mér hvað ég gæti gert. Einn pakki kostar nær 1000 krónur. Púfff.... Ég fór alvarlega að spá í hvað fólk í þróunarlöndunum gerði sem ekki hefði neinn pappír- það notar kannski einhvern gróður eða hvað? Kannski gæti ég týnt mosa til að nota. Ég ákvað að ég væri ekki alveg komin á það stig, þannig að ég greip næstdýrasta pappírinn á 798 krónur. Ég er handviss að velmegunarpappírinn er besti pappírinn en nú verður maður að sætta sig við minna.
Athugasemdir
Ég er lööööngu hætt að kaupa Andrex. Átti eina rúllu inn í skáp og hún var sett upp á jólunum. Common, hver getur borgað 1000 kall fyrir SKEINÓ?
Greta (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 10:39
Vá 1000 kall þetta er oðrin klikkun ég ætlaði að kaupa rúðusprey í gær og það kostaði yfir 600kr ég hætti við og fór að spá í hvort það sé ekki komin tími til að draga upp dýru enjo tuskurnar sem ég á ofan í skúffu
Anna spron (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.