2007 verður 2009

Hún opnar skápinn, tekur út pelsinn og virðir hann fyrir sér. Ætli sé nógu kalt til að fara í hann? Hún stingur honum aftur inn og vonar að kuldinn komi bráðum. Hún heyrir í bíl fyrir utan. Maðurinn er kominn heim. Hann stígur út úr flotta Range Rovernum sínum sem hann keypti fyrir bónusinn í fyrra. Hún tekur eftir því að hann er tekinn í framan og ósofinn. Hann kyssir hana og gengur inn. Fer enn eina ferðina að minnast á að þau hefðu kannski átt að sætta sig við 200 fermetra en ekki 350. Hún strýkur með tusku af granítplötunni og virðir Tolla málverkið fyrir sér. Það passar alveg á vegginn. Hún spyr hann hvort hann sé svangur og hann svarar játandi. Hún opnar ísskápinn. Þar er einn líter af mjólk og útrunninn skyrdolla. Eftir smá tíma kallar hún á hann og þau setjast við borðið. Hún skenkir hafragrautnum. Þau horfa hugsi á hvort annað. Kannski- bara kannski er hamingjan á næsta horni.

ps.þakkir til Kristjönu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð ! Þú ert nú enginn smáræðis penni - gaman að lesa bloggið þitt

Bk Sigga.

Sigga (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 21:29

2 identicon

Hjartanlega sammála Siggu, það er alltaf jafngaman að lesa Ingubloggið. 

Lilja (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband