Von von og aftur von

Ég sat við borðið heima og ákvað að nú væri komið að því! Ég sótti mér blað og penna og skrifaði niður alla þá staði sem hugsanlega væru að leita að starfsfólki- og þá kláraðist blaðið svo ég þurfti að sækja mér annað (einmitt).

Ég sá auglýst starf um daginn - besta starf í heimi, maður átti að búa á eyju fyrir sunnan Ástralíu, gefa fiskum og halda uppi vefsíðu, ganga um á flip flopps allan daginn og heilsa túristum. Allt þetta leiðinlega átti maður að gera í 6 mánuði fyrir litlar 13 milljónir! Úffff, frekar vildi ég sitja á skrifstofu í Reykjavík.

Það er ekki mikið um starfsmannaveltu þessa dagana en það þýðir samt ekki að maður eigi að gefa upp vonina, alls ekki. Alla vega hef ég ekki enn gefist upp. Þessi vika er því tileinkuð mér og minni atvinnuleit. Annars stakk spúsinn upp á að hafa svona styrktarlink hér til hliðar svo að fólk gæti gefið mér pening. Þannig gæti ég verið áfram atvinnulaus ooooooog haldið áfram að blogga!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel!

Það verður einhver heppinn sem fær þig í vinnu

Greta (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband