Money money
21.1.2009 | 00:48
Á morgun líkur mínum fjárhagsáhyggjum fyrir fullt og allt. Ég ætla að mæta á fimmtudaginn í bankann og segja þeim kurteisislega að ég ætli að greiða upp íbúðalánið og lánin á báðum bílunum. Svo ætla ég að fara í Kringluna og versla fullt af fötum- ekki á útsölu. Að lokum ætla ég að hringja í lýtalækni og panta tíma í eyrnasneplaminnkun- kannski henda inn svona brjóstalyftingu. Svo er það bara Bahamas um páskana og Florida í sumar.
Þetta er bara svo ótrúlega auðvelt. Á morgun ætla ég að eyða þúsundkalli og breyta honum í milljónir! Ég sá nefnilega að það er hægt að vinna allt að 500 milljónir í Víkingalottó á morgun. Ég var einmitt að hugsa um svona styrktarsjóð- bara til að gera eitthvað göfugt fyrir peninginn, svona 100 milljóna króna sjóð, þá eru bara 400 milljónir eftir. Víííí.... Já, hver vill vera vinur minn?
Athugasemdir
Ég pantpant. Ekki gleyma sáttmálanum sem við gerðum einu sinni; ef annað okkar vinnur í lottói gefur það hinu helming. Orð skulu standa....sérstaklega ef þú vinnur og ekki ég.
Þorri (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:48
ha?... uuuu... ég man ekkert eftir því... En til að koma til móts við þig- þá skal ég bjóða þér út að borða
Inga, 21.1.2009 kl. 11:45
Þú ert svo sniðug Inga, svona á að fara að þessu
Bryndís (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:45
Þú ert frábær Inga og takk fyrir að segjast ætla gefa mér 50.000 Dollara....ekki rugla við krónur
Þú ert best
Ásdís (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.