Þú ert númer 1000 í röðinni....
21.1.2009 | 11:44
Ég fór niður í Engjateig á mánudag til að fá mér að borða með systur minni. Við sáum stöðugan straum af fólki ganga að byggingu þar og áttuðum okkur svo á því að allir voru að fara í Vinnumálastofnun. Á hverjum degi koma um 130-160 manns að heimsækja stofnunina.
Eins og ég hef sagt áður, spái ég því að þessi tala verði komin í 15þúsund eftir 1.febrúar. Ég verð niðri í Vinnumálastofnun með númer í hendinni 2.febrúar, þar sem á eftir að standa; þú ert númer 1000 í röðinni... Það verður gott að taka með bók og nesti.
Yfir 12.100 án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu búin að sækja um hjá Fjármálaeftirlitinu? Þeir eru víst að leita að fólki tímabundið til des. 2009 ;)
Ragga (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 13:08
sótti um það í gær :)
Inga, 21.1.2009 kl. 13:23
Flott!
ragga (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.