Vinnumálastofnun
28.1.2009 | 12:32
Ég gekk inn í Vinnumálastofnun. úti var svo mikil snjókoma að það var erfitt að finna húsið. Ég bjóst við að þurfa að taka númer, tók meira að segja bók með til að lesa. Fór léttklædd (ekki of samt) ef ske kynni að það yrði allt of heitt þarna inni. Ég var frekar stressuð- ekki viss um að ég hefði alla pappírana með, svo hafði ég nokkrar spurningar sem ég ætlaði alls ekki að gleyma að spyrja.
Ég kom inn, gekk út aftur til að vera viss um að vera á réttum stað- jú, þarna stóð Vinnumálastofnun- ráðgjafar. Það stóð einn maður inni á miðju gólfinu og enginn annar. Það var ekki einu sinni númerakerfi. Þetta var eitthvað annað en ég bjóst við. Ég endurtók ósk mína í huganum "please, ekki lenda á einhverri gamalli grybbu, ekki lenda á gamalli grybbu". Fram kom mjög hugguleg kona og bauð mér sæti hjá sér. Á borðinu var kertaljós og hún brosti til mín. Mér leið strax vel og mundi eftir öllum spurningunum sem ég var svo hrædd um að gleyma. Við göntuðumst aðeins og það fór vel á með okkur, hún fræddi mig um hvað ég skyldi gera í framhaldinu og stuttu síðar þegar ég kvaddi, var ég búin að fá allar nauðsynlegar upplýsingar, tilbúin að vera atvinnulaus.
Athugasemdir
Heppin að fá svona hlýlegar móttökur. Annað en ég fékk hjá einni hjá Skattinum á mánudaginn. Sú hafði greinilega farið tvisvar sinnum öfugt fram úr þann morguninn.
Spennandi að heyra hvernig líf þitt breytist 2.febrúar þegar þú verður löglega atvinnulaus.
Vonandi stendur það stutt.
Greta (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:42
Heppin þú Inga mín, þeir hafa verið að taka við ca. 150 manns á dag síðustu vikur svo það er greinilegt að þú hefur hitt á einstaklega góðan dag. Ég er viss um að jákvæðnin og "the secret hugsunin" er að hjálpa þér hehe.
Erla María (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:01
Ekki amalegt að fá svona móttökur. Þetta fólk veit greinilega hvernig fólki líður sem er að koma í fyrsta sinn. Erna
Erna Jessen (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.