frábær lausn!!

Ég hélt því fram í byrjun janúar að atvinnulausir yrðu um 15þúsund í byrjun janúar og sú spá hefur ræst. Þetta á væntanlega eftir að versna þegar fram líða stundir. Ég las það í Fréttablaðinu að atvinnulaus mætti vinna sér inn rúmlega 50 þúsund á mánuði án þess að bætur skerðist. Það er gott að vita af því ef manni byðist skyndilega vinna, þá gæti maður beðið um 50 þúsund í laun á mánuði. Atvinnurekandinn yrði nú ánægður með það :)

Til þess að koma á auknum kaupmætti í þjóðfélaginu, þarf að skapa atvinnu og það er ekki gert nema fólk lifi við betri kjör. Mín tillaga er sú að ríkið nýti þessar 15.199 manneskjur til að gera eitthvað sniðugt fyrir þjóðfélagið og greiði þeim aukalega 50 þúsund krónur á mánuði. Ég er alveg til í að vinna nokkra tíma í viku- slá bletti, planta trjám, mála og fleira. Þannig mun kaupmáttur aukast og fyrr en varir verður enginn atvinnulaus lengur. Þetta gæti borgað sig til lengri tíma!

Kveðja frá atvinnuleysingjanum....

unemployed-06

 


mbl.is Yfir 15 þúsund á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það hlýtur einhvers staðar að vanta starfskraft sem er svona hugmyndaríkur og þú ert. Þess verður örugglega ekki langt að bíða að einhver áttar sig á þessu.

erna jessen (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband