maðurinn í jakkafötunum
18.2.2009 | 10:51
" bless elskan mín, ég er farinn í vinnuna"!, kallar maðurinn í svörtum jakkafötum og með bláa bindið sem hann fékk í jólagjöf - þetta með mynstrinu. Hann sest upp í bílinn og keyrir í burtu. Klukkan er tæplega átta á mánudagsmorgni og umferðin er mjög þétt. Hann keyrir niður Sæbrautina í átt að Borgartúninu, raulandi lag sem hann heyrði daginn áður. Hann kveikir á útvarpinu og hlustar á fréttir:"atvinnuleysi hefur aldrei mælst jafnhátt á höfuðborgarsvæðinu"... Ohhhh segir hann og slekkur á útvarpinu, hann nennir ekki að hlusta á þetta enn eina ferðina. Það er samt svo skrýtið, hann skammast sín svo mikið fyrir þetta- svo mikið að hann þorir ekki að segja konunni sinni fréttirnar. Hann snýr bílnum við og keyrir heim.
Heima eru ljósin slökkt, hann er vanur að hafa þau þannig þegar hann er heima. Hann opnar útidyrahurðina, fer úr skónum og fötunum og leggst í rúmið.
Athugasemdir
Því miður er til fólk sem er svona :-(
Greta (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:02
Sönn saga ? :o/
Regina (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:16
hún er ekki sönn, en gæti alveg eins verið það...
Inga, 18.2.2009 kl. 19:58
Hér í Frakklandi var einu sinni læknir, þriggja barna faðir, mjög farsæll í starfi, vann bæði við spítala og alþjóðastofnun í heilbrigðismálum. Hann einmitt kyssti fallegu fjölskylduna í fallega húsinu bless á hverjum degi og fór svo í vinnuna.
Nema hvað hann var ekki læknir, hann hafði fallið á prófi á öðru ári í læknisfræði og hafði aldrei þorað að segja foreldrum sínum eða kærustu frá því. Hann fór í þykistu vinnuna á hverjum degi í TÍU ár, en deginum eyddi hann á hinum ýmsu bílastæðum þar sem hann las læknistímarit. Þannig var hann alltaf með allt nýjasta nýtt á hreinu og þurfti ekkert að skammast sín í kvöldverðaboðum með öðrum læknavinum.
Hann var traustvekjandi týpa og hélt fjölskyldunni uppi með lánum sem hann fékk frá hinum og þessum.
Eftir tíu ár var samt allt að fara til fjandans í peningamálunum og hann endaði á því að myrða alla fjölskylduna sína, börnin sín og foreldra sína.
Mæli sem sagt ekki með þessu!!
P.S. Þetta er alveg sönn saga, en um hana eru til bæði bíómynd og bók, l'Adversaire...
Lilja (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:03
Þetta er merkileg saga! Það eru líka til svona sögur á Íslandi - fyrir utan þetta með morðin... sem betur fer.
Inga, 18.2.2009 kl. 23:24
Ég hef einmitt heyrt tvær svona sögur!
Munið þið ekki eftir myndinni með Leonardo DCaprio..Aviator hét hún það ekki?
Greta (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:51
Sæl Inga,
þetta er frábær síða hjá þér. Er búin að sitja hérna í 30 mín og lesa. Hvernig var með hittinginn?
Kv. Erla
Erla (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 14:23
Góð örsaga
Soffía, 20.2.2009 kl. 08:31
væri nú alveg til í að sjá þessa bíómynd, hvar gæti ég nálgast hana?
ásdís (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:37
http://www.imdb.com/title/tt0273069/
Veit ekki hvort þú eigir auðvelt með að nálgast svona útlenska mynd þarna í BNA??? En hún er sjálfsagt á netinu eins og allt annað.
Bókin hefur verið þýdd á íslensku:
http://www.haraldur.is/product_info.php?cPath=311_282&products_id=3764
Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.