Látum verkin tala!!!

Ég ákvað að hringja í Sambíóin í gær og tala við framkvæmdastjórann, sagði honum frá mínu "ástandi" og bað hann vinsamlega að hafa sýningu klukkan 14.00 á þriðjudögum svo að ég kæmist í bíó. Ég veit ekki alveg hvernig hann tók því, auðvitað hljómaði ég gáfuð í símanum en þetta var samt eitthvað skrýtið samtal. En.... vonandi verður þetta gert og þá skal ég mæta eins og skot!

Þjóðleikhúsið gefur öllum sem sýna fram á atvinnuleysi, einn miða á hverja sýningu í vetur. Finnst mér það frábært framtak hjá þeim. Hjá Borgarleikhúsinu fær maður afslátt- 700 krónur af miðaverði. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sóttirðu ekki um vinnu í leiðinni?
Gætir tekið að þér að fara til útlanda á "bíómyndasöluráðstefnur"

Greta (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:34

2 identicon

Og hvernig sýnir maður fram á atvinnuleysi ??

Frábært framtak hjá þér Inga !

bkv. Björk

Björk (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:00

3 identicon

nákvæmlega, tek undir með Grétu...þú hefur nú hitt fullt af frægum í LA og London, Boston og víðar..með sambönd, og ert meira segja vinur eins á facebook  þú verður að athuga þennan filed betur !

Ásdís (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:40

4 identicon

Hey, frábært. Endilega fáðu þetta í gegn. Mér finnst æði að fara í bíó á miðjum degi.

Matti (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband