Meðalmaðurinn..

Að leita sér að vinnu getur oft reynst erfitt og þarf oft að vera frumlegur og úrræðagóður. Einnig getur verið gott að þekkja fólk á réttum stöðum í þjóðfélaginu til þess að ýta manni áfram í ferlinu.

Ég þekki engan valdamikinn, ég er bara "average Joe" sem skoðar laus störf á helstu stöðum daglega ásamt því að sækja um í fyrirtækjum sem eru ekki að leita eins og er. Ég er manneskja sem reynir sitt besta í að finna vinnu.  Um hverja helgi koma atvinnuauglýsingar í blöðunum. Ég hleyp niður í póstkassa og fletti skjálfandi upp á auglýsingunum sem oftast eru í kringum miðju blaðsins. Ég les þær spjaldanna á milli, stundum er eitthvað sem vekur áhuga minn, stundum ekki. Það sem verst er að oftast eru engar auglýsingar sem höfða til mín, oftast er verið að leita að forriturum til að starfa í Noregi. Ég er enginn forritari. Ég er viðskiptafræðingur, ein af mörg þúsund. Helsta starfsreynsla mín eru bankastörf- já og fjárfestingar. hmmm.... hvað ætli margir séu á sömu blaðsíðu og ég? Er ég "average Joe"?

unemployment


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Average Jane :O) en Jóarnir komst öftast inn fyrr, þannig að kallaðu þig bara Joe, hi hi

A.Snoots (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 17:59

2 identicon

Mátti til með að kvitta..

Þú ert snillingur.. Held skemmtilegasta blogg sem ég hef lesið..

Kolla-Milestone (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband