Ævintýri í Rúmfó...

Ég lagði af stað í mikið ævintýri í dag, fór eitthvað sem ég hef ekki lagt í vana minn að fara. Ég gekk inn í Rúmfatalagerinn í Skeifunni og villtist á milli flíspeysanna og kertastjakanna, fannst svo ráðvillt í einum af sængurkörfunum þarna.

Í Rúmfó (það er það sem fastakúnnar kalla það) kennir ýmissa grasa og margt er á viðráðanlegu verði. Eftir að hafa tekið ranga beygju þegar ég leitaði að garninu, fann ég dót, rúmföt, afmæliskort og batterí.

Ég ákvað að byrja að spara og læra því að prjóna stærri hluti því hingað til hef ég aðeins getað prjónað fram og tilbaka. Ég ætla að ráðast í að prjóna kjól fyrir næstyngsta meðliminn í fjölskyldunni. Það kom mér að vísu sérstaklega á óvart hvað garn er dýrt, þessi kjóll mun væntanlega kosta mig um 3500 kall sem er alveg slatti. Gangi mér vel....

Adios.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Ég kannast svo við þetta!!  Ætlaði aldeilis að verða hagsýn húsmóðir og keypti mér í forláta trefil til að æfa mig í prjónaskapnum (kann að prjóna slétt og brugðið and that's it) og fyrir garnið í trefilinn borgaði ég einmitt held ég 3 þús krónur í RL búðinni.  Þetta verður dýrasti trefill sem ég mun eiga...  eða eitthvert saklaust fórnarlambið sem fær hann í jólagjöf

Soffía, 23.2.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Soffía

Ætlaði að skrifa vera ekki verða

Soffía, 23.2.2009 kl. 22:35

3 Smámynd: Inga

ekkert mál Soffía, "verða" er líka flott...

Inga, 24.2.2009 kl. 00:27

4 identicon

Hvernig kjól ætlarðu að prjóna?

Það væri gaman að hafa frænkurnar eins :-)

Ég var einmitt að klára peysuna og ég ætla ekki einu sinni að reikna út hvað garnið og blaðið með uppskriftinni kostaði, en þetta verður sennilega dýrasta flíkin í skúffunni, nb. hjá 7 ára barni!

Greta (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband