öskudagsspeki...

Ég sat í bíl með tveimur litlum nornum og Wall-e í dag og fórum við að sníkja nammi. Þeim fannst mjög sérstakt að ég skyldi finna mér tíma til að endasendast með þeim út um allar trissur til að þefa uppi sælgæti. Þá segir önnur nornin hugsi : "þú varst rekin úr vinnunni þinni, er það ekki?" Ég reyndi þá að útskýra fyrir 7 ára börnum að þegar maður er rekinn hefur maður gert eitthvað af sér í vinnunni - en ef manni er sagt upp þá er það vegna þess að vinnan getur ekki haft mann í vinnu lengur þó svo að hana langi það. Ég bætti svo við að það væru margir sem hefðu misst vinnuna sína og hefðu því enga. Þá segir hin nornin spekingslega "já, mamma missti vinnuna þegar bankarnir fóru á hvolf". Sýnir þetta að ekki skal vanmeta litla fólkið, það veit meira en maður heldur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía

Krúttnornir

Aftur í hjá mér fóru fram heilmiklar umræður um allt frá sælgæti til af hverju Davíð ætti að víkja úr Seðlabankastólnum.  Gotta love 'em

Soffía, 25.2.2009 kl. 16:33

2 identicon

Hahaha... góður :-)

Greta (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:46

3 identicon

æiii,,,krúsímús..þetta er alveg rétt hjá henni þeir fóru "á hvolf"

Snoots (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband