ekki taka frá öðrum
4.3.2009 | 21:18
Ég er svo miður mín og búin að vera það síðan í gær þegar ég uppgötvaði að einhver stal táfýlunni minni í World Class ásamt Asics skónum sem ég fékk í jólagjöf. Ég virðist hafa gleymt skónum en daginn eftir þegar ég hringdi í World Class, fundust hvorki skórnir né táfýlan. Ef ég fyndi svona skó á gólfinu, myndi ekki einu sinni hvarfla að mér að taka þá, ég myndi fara beint í afgreiðsluna og skila skónum.
Ég vona alla vega að sú sem tók skóna hafi gert það af því að hún er fátæk og á enga skó.
Athugasemdir
Æ fúlt!!
Ragga (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:29
Vonandi loðir táfýlan við skóna, þannig að viðkomandi bara sjái sér vænast að skila skónum aftur á sama stað!!
Edda (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 01:15
DRULLUFÚLT.
Greta (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:17
OH! Leiðinlegt...
Ella (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:24
Farðu niðureftir og fáðu að kíkja í geymsluna hjá þrifaliðinu.
Það þýðir ekkert að hringja. Þær vita bara ef þessu hefur verið skilað í afgreiðsluna en þrifaliðið tekur dót sem gleymist og setur inní þvottahús í risastóra körfu.
J (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:48
Hvað getur fólk lagst lágt? Hugsa sér að taka annarra manna skó í World Class. Baráttukveðjur Inga mín. Erna
Erna Jessen (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:52
Ég er aldeilis steinhissa. Vonandi endurheimtirðu skóna því góðir Asics skór eru gulli betri.
Soffía, 5.3.2009 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.