You are my idol....
6.3.2009 | 10:22
Þegar ég var 11 ára gömul átti ég þá ósk heitasta að hitta Michael Jackson á Neverland búgarðinum hans og fá að skoða öll dýrin í garðinum. Ég átti plaköt, stuttermaboli, pússluspil, hálsmen og allar kasetturnar að sjálfsögðu. Á lögin hans hlustaði ég daginn út og inn og keypti Bravo blöð til að klippa út myndir og líma í bók. Ég fór í Michael Jackson dansa, límdi puttana á mér með hvítu teipi og setti á mig grifflu. Hann var goðið mitt og því mun ég aldrei gleyma. Mig hefur alltaf langað til að fara á tónleika með honum. Ég myndi örugglega ýta mér leið til að vera fremst og væla yfir að fá loksins að líta goðið augum.
Nú er Mikki (það er nikkið hans) að fara að flytja síðustu tónleika á ferlinum og er ég í öngum mínum yfir að ég muni líklegast aldrei nokkurn tímann fara á tónleika með honum. Mér finnst það hið mesta óréttlæti þar sem hann er goðið mitt.
Hér er uppáhalds lagið mitt með honum fyrr eða síðar- a bin no get no (Dirty Diana) sem ég söng hástöfum ellefu ára. Michael, this is for you....
Jackson heldur lokatónleika í Lundúnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hlustaði á þig í Evróputúr familíunnar hlusta á BAD kasettuna í vasadiskóinu þínu.
Textinn kannski ekki alveg á hreinu en þú söngst svo sannarlega af innlifun:
Æ binna getno....
Greta (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:43
Oj,..hann er kríp..þó svo ég var hrifin af honum sem krakki, þá myndi ég aldrei styrkja hann. Hann er að fá 7 milljónir dollara fyrir þetta ! !....plús það hver veit hvort hann mæti ekki bara í náttfötunum og rauli eins og ausi...He is not the same ! þannig að þú getur huggað þig við það Inga mín :)
Asdis Snoots (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:10
rauli eins og auli...átti þetta nú að vera fingur fiminn alveg að fara með mig...
Asdis Snoots (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 16:11
Ohh ég dýrkaði líka Mikka!!! Væri alveg til í að fara á tónleika með honum.
Ragga (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:30
Þú getur hlaðið tónleikunum í tölvuna og horft á þá inní þvottaherbergi alveg eins og útlönd:)
völva (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.