good impression
8.3.2009 | 10:18
Þegar maður er í atvinnuleit, skiptir miklu máli að koma vel fyrir hvert sem maður fer. Maður þarf að hafa sig til þegar maður fer út úr húsi, brosa og vera kurteis. Maður veit nefnilega aldrei hvern maður hittir og því er þetta mikilvægt.
Ég fór í veislu um daginn ásamt spúsanum. Ég ákvað að koma vel fyrir, vera kurteis og brosa eins og reglurnar segja til um. Við þekktum aðeins örfáa í veislunni. Ég týndi smá matarkyns í servíettuna og glas af gosi og brosti allan tímann. Við ákváðum að fara upp stiga og setjast í borðstofuna. Ég gekk löturhægt upp stigann og gætti þess að missa ekki servíettuna og brosið. Þegar upp var komið sátu um 10 manns sem ég ekki þekki í einu horninu. Ég ákvað að heilsa fólkinu, brosti og rann í hálfsplitt- með servíettuna og gosið. Þetta var ekki sérlega gott þar sem ég hef sjaldan verið sögð vera liðug manneskja. Svona slys kalla á hröð viðbrögð! Spúsinn hljóp til að þurrka upp gosið af gólfinu og ég stóð upp brosandi.
Athugasemdir
ha ha ha...minnir mig á McDonalds í Köben fyrir 2 áratugum...þegar þú labbaðir út af baðherberginu með pappírinn á eftir þér ...í pilsufaldingum..
Ingu gullkorn
Asdis Snoots (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:17
ég er ekki svona gömul Ásdís, ég er bara 31 árs, þetta gerðist þegar ég var 16 ára þannig að ég er nú ekki 36, bara svo það sé á hreinu. Og þetta var ekki klósettpappír heldur skellti ég kjólnum ofan í nærbuxurnar og uppgötvaði það eftir að ég hafði labbað hálft Strikið. Frekar pínlegt.
Inga, 10.3.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.