5 mánuðir

Ég var búin að ákveða það að taka til í fataskápnum, vera í workouti  5 daga vikunnar- tvo tíma í senn, lesa eina bók á viku og hafa allt hreint og fínt heima hjá mér alla daga vikunnar. Nú eru að verða liðnir 5 mánuðir og ótrúlegt að segja frá því.  5 mánuðir, það er meira en hálf meðganga, það er næstum því hálft ár.  Ég ætlaði að vera ein með sjálfri mér að dúlla mér við lesturinn og heimilisstörfin, fara í ræktina þegar væri rólegt og vera fyrst mætt í Bónus þegar tilboðin kæmu. Ég ætlaði að drekka nýpressaðan grænmetissafa á hverjum morgni á meðan ég læsi Fréttablaðið og hlustaði á útvarpið.

Ég gleymdi því alveg að maður getur ekki endalaust verið að dúlla sér einn. Ég gleymdi alveg að taka það með í reikninginn að kannski þyrfti ég að rækta félagslegu hliðina líka.

5 mánuðir... það eru 150 dagar, sem er slatti. Ég verð að viðurkenna að þetta planaða dúllerí mitt er ekki eins skemmtilegt og ég hélt. Ég hugsaði eins og vinnandi móðir með lítinn tíma fyrir sjálfa sig.

Markmiðið mitt núna eru að taka einn dag í einu og sjá svo til. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tíminn líður alveg ótrúlega hratt. Inga mín, ég sendi þér baráttukveðjur. Þú stendur þig vel :) 

Magga (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:59

2 identicon

Sæl Inga. Takk fyrir að deila með okkur dögum þínum án vinnu. Við mamma þín vorum saman í verkfalli fyrir nokkrum árum. Það furðulega með alla þessa atvinnulausu daga sem maður átti þá, var þetta tómarúm sem skapaðist og mér finnst ég lesa út úr skrifum þínum. Það er eins og dagurinn bara komi og fari og svo er hann bara allt í einu liðinn en hann eiginlega hófst aldrei...

Stundum verða kennarasumrin - næstum því - þannig líka.

Nema hvað í kennaraverkfallinu var ótrúlega margt sem manni datt í hug - sem ekki mátti kosta neitt. Frídagarnir á söfnunum og gamlar frænkur sem löngum eru vanræktar. Starfið í kirkjunni og Rauði krossinn - þar er alltaf þörf fyrir lausar hendur.

Svo er það Worldfor2 - út að borða. Bara að njóta þess að fara út að borða aðra daga en um helgar. Ef þú ferð í framhaldsnám ertu komin með frítt í strætó og ekkert jafnast á við að hjóla um borgina í öllum veðrum og hafa svolítið fyrir því að sendast á milli bæjarhluta.

Nú erum við gengin í eitt sem heitir www.intervac.com og það kostar 5.000 kr. árið. Allt Frakkland virðist hrópa eftir því að skipta á íbúðum við Íslendinga og ef maður getur ákveðið hlutina með einhverjum fyrirvara þá er hægt að ná sér í fína íbúð í París og borga bara fyrir flugið á milli.  Allir þurfa jú að borða hvar sem þeir eru staddir í heiminum. 

Æ þú fyrirgefur hvað ég læt móðan mása..

Gangi þér allt í haginn og njóttu hvers dags eins og hann sé sá síðasti í atvinnuleysinu. Haltu áfram að minna á hvernig liðka má fyrir þeim sem minna hafa á milli handanna því það er svo auðvelt að deila jafnar á milli en verið hefur í okkar samfélagi.

Sesselja Traustadóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 00:03

3 identicon

Takk Sessý mín fyrir þessar góðu upplýsingar!  Ég hef einmitt einhvern tímann verið að leita að svona heimilis-skipti-síðu því við fáum fjölmargar beiðnir frá áhugasömum Frökkum!

Þín frænka, Lilja

Lilja (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 11:50

4 identicon

hahahah  vá hvað ég kannast við þetta sem þú ert að lýsa!

Bryndís (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband