sannleikskorn um eyðslu..

Þegar maður er atvinnulaus, heyrir maður oft setninguna "hva, hefur þú efni á þessu, ertu ekki atvinnulaus"? Ég tel mig vera mjög skynsama en að sjálfsögðu getur maður ekki hangið heima að telja peninga allan daginn. Ég hef lært að hægt er að fara í bíó undir þúsund kalli með því að fara bara í bíó á ódýrum dögum og taka með "nesti". Myndin er alveg jafngóð og maður fer sáttur heim. Það vill oft til að einhver vinnandi vilji hitta mig í hádeginu og þá vel ég frekar ódýran stað og sleppi því að fá mér gos með matnum- sem ég hefði áður ekki gert.

Óafvitandi þegar maður er að spara, lærir maður að nota minna af ákveðnum nauðsynjum, eins og tannkremi, klósettpappír (nota báðar hliðar- eða þannig), minna sjampó og minna af uppþvottaefni, því allt telur. 

Ég hef komist að því að þegar ég fer að vinna, verð ég ríkari ef ég held áfram að spara eins og ég hef gert, því ótrúlegt en satt- kemst maður af með minna en maður heldur og nær samt að vera hamingjusamur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf gott að kunna að spara ;)

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:51

2 identicon

Amen!

Greta (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 11:21

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Akkúrat...og þó maður sé að nota minna er maður samt að nota alveg nóg!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 11:59

4 identicon

Alveg rétt hjá þér... Gamla fólkið kann þetta, vandi sig á þetta á stríðsárunum og hefur aldrei hætt. Ég held að þetta verði manni bara eðlilegt og maður hættir að spá í þetta eftir smá tíma. Eða það vona ég allavegana...

 Btw, rosa gaman að sjá þig í dag, verst hvað við höfðum lítinn tíma. Hlakka til að sjá ykkur 3. apríl!

Kristjana (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband