púfff.... sparnaðurinn horfinn
11.3.2009 | 14:48
Ég hef lært að leggja eitthvað til hliðar í gegnum tíðina, enda er ég þaulreynd bankamanneskja. Ég passaði upp á það að leggja ekki öll eggin í sömu körfuna eins og ég hafði lært og greiddi því sparnað í hlutabréfasjóði, hlutabréf og inn á sparnaðarreikning. Mánaðarlega var dregið af launum mínum og sparnaðurinn hækkaði jafnt og þétt með ári hverju. Ég fékk svo yfirlit frá bankanum um hlutabréfaeign mína. Jamm.... það eru örugglega margir í sömu sporum og ég. Á síðasta ári lagði ég 130 þúsund í íslenskan hlutabréfasjóð en ég átti eitthvað þar fyrir. Nú á ég 3700 krónur. Ég keypti bréf í Exista fyrir 150 þúsund, ég á núna 130 krónur. Ég keypti hlutabréf í Flaga Group fyrir 70 þúsund, það eru núna 36 krónur. Og síðast en ekki síst keypti ég stofnbréf í SPRON fyrir um 1 milljón sem nú eru - jah, ég veit ekki hve mikils virði, enda hefur ekki verið hægt að sjá það eftir hrunið mikla. Peningarnir sem ég lagði svo inn á sparnaðarreikning hafa horfið síðustu mánuði og verið notaðir til að greiða reikninga og annað.
Ég hef greinilega ekki verið nógu skynsöm, þó svo að ég hafi haldið það þá. Ég leit á þennan sparnað sem gott veganesti inn í framtíðina og gæti jafnvel einn daginn keypt lítið hús utan um fjölskyldu mína. Eftir sit ég með sárt ennið og engan pening. Sem betur fer er ég ung og á eftir að klóra mig út úr þessu, en hvað með hina sem ekki hafa eins langan tíma og ég?
Maður verður að vera jákvæður og segja að maður hafi lært af þessu öllu saman þó svo að þetta hafi verið dýr lærdómur.
Athugasemdir
Hér er lærdómurinn ! Leggðu fyrir 20,000 krónur mánaðarlega og skiptu þeim í $ dollara og settu þetta undir koddann þinn. Þá munt þú eiga $ 108,000 dollara eftir starfsævina og getur notað þá skattfrítt !! Þú getur þá keypt þér hús á Spáni, eða Florida !
Kveðjur,
Baldvin
baldvin berndsen (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 16:55
Takk fyrir að gefa okku innsýn í þína flóknu stöðu.
Skelfilegt að heyra um þitt tilfelli.
Það jákvæða er, eins og þú bendir þá, að þú átt bara tímann fyrir þér að bæta þetta upp.
Gangi þér vel
Sigfús Ómar (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 17:10
Ég sagði einmitt við soninn þegar hann fékk yfirlit yfir Existu eign sína sem var keypt fyrir 80þús en er í dag innan við 100kr að hann myndi nú örugglega læra af þessum fyrstu hlutabréfa kaupum sínum. Þá sagði hann, mamma ég vildi nú selja þegar þetta var 12þús en þú bannaðir mér það. Svona er lífið:-)
kv. Anna Björnsd
Anna (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:30
Já..allir hafa svona sögur en það þýðir ekkert að gráta lengur, ég grét mikið þegar mamma dó daginn sem Glitnir féll og mikið líka daginn sem hún var jarsett og Kaupþing féll, ekki út af bönukunum heldur út af því að hafa misst mömmu..Ég tapaði líka mikklum pengingum. Maður verður að hugsa út í hvað skiptir mann mestu..pengingar eru ekki þar efst, hjá flestum eru það fjölskylda og vinir. love you Inga.
Asdis Snoots (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 19:36
Jamm, það hafa margir misst mikið síðustu mánuði. Takk fyrir að deila þessu dæmi með okkur.
Soffía, 11.3.2009 kl. 23:05
Þetta er átakanleg saga, en sennilega svipuð reynslu margra annarra. En ekki svo slæm ef tími ergefst til að læra af henni.
Mín ráðlegging er haltu áfram að nálgast ástandið á hagkvæman hátt, ræktaðu garðinn þinn og vertu sjálfri þér nóg á sem flestan hátt.
Ef þú eignast afgang til að leggja fyrir treystu þá sjálfri þér og náunganum betur til a varðveita það og ávaxta heldur en kerfinu. Því þú veist betur.
Magnús Sigurðsson, 11.3.2009 kl. 23:10
Og lærdómurinn er? Peningur er pappír. Verðmætið í honum er það sem þú setur í hann. Hinn lærdómurinn? Ekki treysta kerfinu. Aldrei.
Við hjónin misstum fyrirtæki, og ólíkt útrásarvíkingunum þá tókum bæði ábyrgð á fyrirtækinu með veð í öllu okkar þannig að húsið okkar er að fara og bíllinn er að farinn. Sparnaðurinn hvarf eins og þinn, púff. Við sitjum eftir algjörlega eignarlaus, gjaldþrota og atvinnulaus eftir 13 ára vinnu í fyrirtæki sem var í blómstrandi fínu lagi.
Við minnum hvort annað á það daglega að við höfum þó hvort annað. Aldrei aftur munum við mæla hversu rík við erum í peningum. Þetta er lærdómur fyrir syni okkar, en óþarflega niðurlægjandi fyrir okkur.
lind (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 07:14
Mikið varstu þó skynsöm að eiga varasjóð. Ég væri í djúpum ef ég yrði allt í einu tekjulaus
Hafdís (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:19
Því miður er það þannig að maður lærir mest "the hard way".
Greta (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:14
vá, takk fyrir öll góðu ráðin og athugasemdirnar. Því miður eru miklu fleiri í verri aðstöðu en ég. Í staðinn hef ég lært að peningar eru ekki allt og að heilsan og hamingjan skipti meiru máli- sem er rétt.
Inga, 12.3.2009 kl. 10:24
Sæl Inga, leiðinlegt að heyra hvernig þú hefur farið út úr efnahagshruninu. Þegar ég var við nám í Svíþjóð fyrir 25 árum var mér sagt af hagspekingi þar að maður ætti aldrei að festa í hlutabréfum fé sem maður gæti þurft á að halda - það væri alltaf áhætta að kaupa hlutabréf. Þetta hefði þurft að koma betur fram í umræðunni á Íslandi. Þá hefðu kanski fleiri hugsað sig um tvisvar áður en þeir keyptu hlutabréf.
Ólafur Ingólfsson, 12.3.2009 kl. 10:42
Sæl Inga, mér langar að byrja á að hrósa þér fyrir hreinskilnina og að deila þessu með fólki það mættu margir bankamenn fylgja þínu fordæmi en einhverra hluta vegna gera þeir það ekki í stórum mæli. Stolt og ofsatrú á peninga sem huggun og vald yfir eigin lífi og annara virðist þar spila stórann þátt, þannig virðast peningar hafa spilað sama sess í lífi margar og vímuefni og áfengi í lífi alkóhólista og vímuefnafíkla, og þar tala ég af eigin reynslu.
Lausnin og hugarfarið virðist að miklum hluta vera sú sama hvort sem er um vímuefni eða peninga að ræða að skilja raunveruleg verðmæti og að finna leið til ðagera sér, fjölskyldu sinni og í raun samfélaginu öllu gagn með framkomu sinni og gjörðum.
Mörg falleg ummæli sem þú hefur fengið og augljóst að margir hafa þurft að fara í gegnum harða reynslu til að læra hver raunveruleg verðmæti lífsins eru. Nútíma hugmyndin úm peningar er líka meingölluð og gjaldmiðlar eru í raun svo nátengdir hlutabréfum að það sem Ólafur segir á í raun við peninga líka í nútíma hagkerfi, að skilja gjaldmiðla eftir til túlkunar fyrir spákaupmenn, bankamenn, lögfræðinga og stjórnmálamenn mun aldrei koma okkur þegnunum að gagni nema mjög tímabundið og þá byggt á skýjaborgum og blekkingum einsog við höfum svo áþreifanlega orðið vör við hér á landi síðustu ár og þú væntanlega ekki farið varhluta af í þínu starfi, ég man að Norðmenn spurðu mig meðan ég bjó þar hvað hefði gerst á Íslandi, hvað hefði breyst því þeir gátu ekki séð nein raunveruleg verðmæti að baki þessum vexti og þessari óraunhæfu styrkingu krónunnar.
Ég trú i því að það sé lífsspursmál fyrir okkur og raun alla "meðalmenn" heimsins að tengja gjaldmiðla aftur við raunveruleg verðmæti svo forðast megi þessa aðstæður í framtíðinni.
En þegar allt kemur til alls er það rétt að heilsan(andleg ekki síst) og hamingjan sem skiptir máli í þessum heimi.
Ég átti afa sem var sósíalisti, hann hét Kristinn Óskarsson og sagði við mig alltaf þegar ég hitti hann að byltingin kæmi og að byltingin yrði blóðug og ég lygndi augunum og hugsaði mikið geturðu nú verið leiðinlegur afi minn. Afi var lögga í Reykjavík í 40 ár, hann var allan tímann svokölluð "blá skyrt" sem þýðir almennur lögreglumaður og komst aldrei í hvíta skyrtu einsog aðrir betur hugsandi menn, hann var bitur yfir þessu, jafnframt var hann læstur inni þegar berja átti á kommunum á Austurvelli 1949 sökum þess hve sterkur hann var og líkur þóttu benda til þess að hann færi að hjálpa kommunum í slagnum, ss það var fyrirfram ákveðið að ráðast gegn fólkinu. Afi minn táraðist jafnan þegar hann sagði mér frá þessum degi í Október og Nóvember lá hann banaleguna sína á Landspítalanum á meðann allt sem hann sagði mér allan tímann kom í ljós, á meðan Byltingin kraumaði á Austurvelli lá hann og kvaddi þennann heim, ég kom oft úr mótmælum að hitta afa á meðan þetta gerðis og til ða flytja honum fréttir af byltingu án blóðs. Afi var ekkert eins ánægður með að hafa rétt fyrir sér og hann hélt, það gátum við samsinnst um að það er ofmetið að hafa rétt fyrir sér þegar svo hryllilegar afleiðingar eru fyrir marga en það var huggun að geta horft í augun á honum og fullvissað hann um að hér verður aldrei sama ástand og þegar hann ólst upp, hér búum við í upphitaðri matarkistu gat ég sagt við hann og bent honum á að með tilkomu hitaveitu og mikilla fframfar í matarframleiðslu gætum við íslendingar séð um okkur sjálf að langmestu leyti, þetta fannst mér gott og ég sá að áhyggjur hanns dvínuðu og hann brosti mildiega og sagði já þú heldur það, trúir þú þessu Gústi minn?
Já sagði ég afi ég ekki bara trúi þessu ég veit þetta.
Afi var jarðaður í byrjun Desember hann fæddist frostaveturinn mikla 1918 og dó í Kreppunni 2008 efit lang ao viðburðarríka afi, hvíldu vel afi minn, hvíldarinnar unnir þú þér ekki hér á jörð, nú er komið a þér.
Úff, þetta kom alveg óvart og varð kannsksi svolítið langt en enhvernveginn fannst mér þetta hafa með þína sögu að gera.
Gangi þér og þínum vel.
Einhver Ágúst, 12.3.2009 kl. 11:18
Hlutabréfamarkaður er, hefur alltaf verið og mun alltaf verða fjárhættuspil. Maður þarf að vera tilbúinn til að tapa öllu sem maður leggur í hann. Það er regla númer eitt í hlutabréfaviðskiptum. Rétt eins og í öðrum fjárhættuspilum.
Því miður hefurðu ekki haft nógu góðar upplýsingar því hlutabréf og hlutabréfasjóðir eru það sama. Engin dreifing þar og flest eggin í sömu körfunni. Kannski að helsta lexían sem við lærum öll af þessu sé að treysta betur á okkur sjálf, leita upplýsinga og treysta ekki blint á markaðsöfl fyrirtækjanna. Gangi þér sem allra best!
Soffía (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.