Að finna hagkvæma lausn á vandanum
12.3.2009 | 14:38
Ég sat í gærkveldi undir teppi að frjósa úr kulda, ég sagði þá dreymandi við manninn minn að ég gæti alveg hugsað mér að skreppa eitthvert þar sem væri heitt og meinti ég auðvitað að mig langaði að fara til útlanda. Eftir smástund eftir að ég var búin að krókna undir teppinu, kallar maðurinn minn innan úr þvottahúsi: "heyrðu, það er rosalega heitt hérna eftir þurrkarann, þú getur bara komið hingað til að hlýja þér"! Og málið var leyst einn tveir og bingó.
Athugasemdir
Flott hugmyndaflug sem maðurinn þinn hefur
Hafðu það gott
Anna Guðný , 12.3.2009 kl. 21:44
Já, þú átt greinilega góðan og jarðbundinn mann sem er hagsýnn og leggur hugann við endurvinnslu. Svona eiga alvöru eiginmenn að vera og þú mátt þakka fyrir að eiga svona góðan kall. :)
Ingibjörg Magnúsdóttir, 12.3.2009 kl. 22:54
Muhahhahaha... ég ætla að muna að opna EKKI gluggann í þvottahúsinu næst þegar þurrkarinn er í gangi. Ná mér í stórt handklæði og leggjast á gólfið í ímyndunarsólbað.
Greta (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:42
Hva sér kallinn um öll heimilisstörfinn meðan þú lætur þig dreyma:):)
völva (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 10:18
lol
KK (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.