Já sæll, hvert fór séreignasparnaðurinn minn???

Ég beið spennt eftir að frumvarp um séreignasparnað yrði samþykkt, því samkvæmt heimabankanum mínum átti ég 1,3 milljón. Það var frábært og átti að leysa allan vanda fjölskyldunnar, við ætluðum að vera ótrúlega skynsöm og nota peninginn til að greiða inn á lán. Ég borgaði í þennan sparnað í 4 ár, en var alltaf svolítið skeptísk varðandi það að leggja pening inn í banka sem ekki mátti hreyfa í tugi ára. Ég gerði það nú samt og skráði mig í svokallað æviskeið í bankanum- því yngri- því meiri áhætta. Þetta var sú leið sem allir mæltu með og veit ég það þar sem ég er gamalreynd bankamanneskja. 

Ég talaði við bankann minn í gær og kom þá í ljós að staðan í heimabankanum var ekki rétt. Það átti eftir að setja inn núverandi gengi séreignasparnaðarins. Hmmmm... já sæll. Nú kemur í ljós að ég á ekki nema 690 þúsund, sem er um helmingi minna! Hvers vegna er þessi sparnaður ekki ríkistryggður eins og svo margt annað??

Ég er viss um að það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir þessari rýrnum og vildi ég vekja athygli á þessu. Mesta rýrnunin er hjá ungu fólki (18-40 ára) sem hefur borgað í séreignasparnað og er skráð í æviskeið hjá bönkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Mismunurinn er væntanlega á Tortilla í boði frjálshyggjunnar!

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 13.3.2009 kl. 10:22

2 identicon

Var það kannski Landsvaki / Davíð Harðarson sem ætlaði að ávaxta fyrir þig? Ég var rænd um 1 /3 af þeim .

Jóhann hjá ERGO-lögmönnum er að skoða það .  

Kristín (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:23

3 identicon

Vá þetta er svakalegt!!!....

Where do I sign up? Fólk hlýtur að bíða í röðum þessa dagana til þess að greiða í þennan Tortola sjóð. Ímyndið ykkur ef þetta er það hlutfall sem fólk á aldrinum 18-40 ára hefur tapað af séreignarsparnaðinum, hver er þá summan? Hvernig væri að banna áhættufjárfestingar með séreignarsparnað fólks? Að stinga öllu undir koddan er afar freistandi þessa dagana. Hvað segir Jóhanna Sigurðardóttir um þetta?

Einar Á. (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 10:52

4 identicon

Takk fyrir að benda á þetta, þarf nu að fara að ath. hvernig staðan á minum sparnaði er.

Hanna (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:02

5 identicon

Ég var að kíkja á stöðuna hjá mér. Neikvæð ávöxtun upp á 111.830. Mér finnst það ALLT of mikið miðað við að ég er ekki í áhættumesta hópnum.

Svo ekki nóg með það sá ég að það þarf líklega að borga þjónustugjald 0,5-1% fyrir að taka peninginn út.

Þetta fer að verða einn stór brandari sem ég get ekki einu sinni reynt að hlægja að.

Greta (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:21

6 identicon

Sæl og blessuð.

Það eru fleiri svekktir, ég kíkti á minn sparnað í gær og þá átti ég 1.403þús en 710þús í dag, fyrir ári síðan voru þetta 1.530þús sem voru færð yfir sem eingreiðsla.

Eina vitið er að taka þessa peninga út og eyða þeim sjálfur, ég þarf enga aðstoð við að koma peningum frá mér.

 Vona bara að erlendi sparnaðurinn minn sé að gera betri hluti........

Smári (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:31

7 identicon

Þú valdir semsagt mesta áhættu!  Það merkir að það er mest hættan á að tapa.  Líka möguleiki að græða sem mest.

 Sjálfur valdi ég minnsta áhættu.  Það merkir að ég græði ekki tugi prósenta á ári.  En ég tapaði heldur engu!

fv. bankamaður (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 16:42

8 Smámynd: Inga

Minnsta áhættan sýnir um 23% ávöxtun árið 2008, en þá eru peningarnir á verðtryggðum reikningi. Þessi leið er hugsuð fyrir fólk sem komið er á efri ár og er ekki mikið verið að leggja á áherslu á það þegar ungt fólk fer í viðbótarlífeyrissparnað að leggja peninginn inn á verðtryggðan reikning, heldur í æviskeið.

Inga, 13.3.2009 kl. 17:31

9 Smámynd: Soffía

Það er nú bara fullt af fólki sem fékk þær ráðleggingar hjá bankanum sínum að velja áhættumeiri fjárfestingu á meðan það væri yngra því það myndi margborga sig þegar upp er staðið.  Ég er líka fv. bankamaður og fór á marga fundi með lífeyrisdeild þess banka sem ég starfaði hjá og þar var alltaf hamrað á því að fólk ávaxtaði peningana sína langbest í þessum ævileiðum.  Mín ævileið hefur farið í mikla megrun en eigandinn ekki :P 

Soffía, 13.3.2009 kl. 19:17

10 identicon

Þessir sjóðir voru frekar öruggir þangað til að neyðarlögin voru sett og innlán urðu að forgangskröfum. Nú er bara það tryggt sem er á lífeyrisbókum en ekki það sem var í sjóðum. Sjálfur ætla ég ekki að taka út sparnaðinn og mun ekki mæla með því fyrir flesta. Ein milljón er dropi á heitan stein fyrir þá sem verst eru staddir og þetta eru peningar sem maður A) verður feginn að eiga seinna og B) inheimtumenn geta ekki komist í þótt þeir gjarnan vildu. Hitt er svo annað mál að ég mun endurhugsa hvernig ég fjárfesti þeim. Sokkarninr hjá Landsbankanum tókst að rýra sparnaðinn minn um 30% sem er ergilegt því mér tókst að bjarga öllu öðru sem ég átti í fjárfestingar sjóðum fyrir hrunið.

Nörd (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 20:38

11 identicon

Tók enga áhættu, vegna aldurs, en samt skil ég það svo að skatturinn þurfi að leggja blessun sína yfir allt saman!!!! Það kemur a.m.k. fram hjá sparisjóðunum

Helga E Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 00:20

12 Smámynd: Halla Rut

Þú varst ekki aðeins að spara fyrir þig heldur nokkra karla líka sem djamma nú fyrir aurinn í útlöndum.

Halla Rut , 14.3.2009 kl. 19:42

13 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Spyrjið Illuga hann er efsti maður Sjálfstæðismanna í Reykjavík var stjórnarmaður í einum af sjóðum Glitnis.Hann hlýtur að geta sótt þessa peninga eða gefið upp hvar þá er að finna.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.3.2009 kl. 21:55

14 Smámynd: Halla Rut

Einmitt og svo heldur þjóðin áfram að kjósa þetta lið yfir sig. Ekki að undra að svona sé komið fyrir okkur. Er hægt að vorkenna okkur? Ég bara spyr?

Halla Rut , 15.3.2009 kl. 00:05

15 identicon

Bankarnir voru búnir að gera "plan" fyrir fólk...

 Ef það valdi ekki eitthvað sérstakt þá var það sett í e-h ferli...

 undir 40 = mest aáhætta

40-60 bland

60+ = verðtryggt og ríkistryggt (svo það fái nú eitthvað fyrir rest)

Ég valdi Allianz = Þýsk ríkisábyrgð á höfuðstól og tryggð ávöxtun = aldrei hægt að fá færri evrur út en maður leggur inn...

Komst reyndar að því seinna að kostnaðurinn var smá meiri en sé ekki eftir þessu vali í dag...

Kjartan (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 01:57

16 identicon

Ég stórefast reyndar um að ég hafi fengið 23% raunávöxtun á síðasta ári á verðtryggðu bókina mína.  Þessi leið var reyndar ekki hugsuð bara fyrir eldra fólk, heldur þá sem vildu ekki taka áhættu.  Sem er skynsamlegt fyrir eldra fólk því það hefur ekki nokkra áratugi til að vinna upp tap.  Í mínum huga er líferyrir heldur ekki eitthvað til að taka áhættu með.  Þess vegna valdi ég verðtryggða bók, þó ég eigi einhverja áratugi í efturlaunaaldur.

Hvað á þá að gera núna?

Sjálfur ætla ég að taka út það sem ég má.  Ástæðan er einfaldlega sú að  ég fæ betri ávöxtun með því að greiða upp skuldir.  Ég er ágætlega settur með almenna lífeyrissjóðinn og á auk þess eftir að safna í séreignarsparnaðinn í fullt af árum enn, svo ég hef ekki áhyggjur af því að hafa ekki nóg þegar þar að kemur.  Ég tel mig ekki vera í gjaldþrotahættu, og því breytir það ekki fyrir mig að séreignarsparnaðurinn er ekki aðfararhæfur.  Mér finnst líka ástæða til að drífa í þessu þar sem það eru a.m.k. einhverjar líkur á skattahækkunum en frekar litlar á lækkunum!

Hugsanlega myndi ég ekki taka út, eða hinkra með það þar til í endann á tímabilinu sem okkur er leyft að taka þessa aura út, ef ég væri með þetta í einhverjum sjóðum.  Ástæðan er sú að tapið er væntanlega komið fram, nú ætti ávöxtunin að vera ágæt héðan af (í bili...).  Þessi sjóðaávöxtun tók líka heilmikla dýfu fyrir nokkrum árum, hún jafnaði sig á henni og eins líklegt að hún jafni sig líka á þessari.

fv. bankamaður (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 10:47

17 identicon

Getur einhver bent mér á skilmála hjá Allianze þar sem stendur að höfuðstóllinn sé tryggður af þýska ríkinu?

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:24

18 Smámynd: Inga

Sæll Hafsteinn, því miður er ég ekki mikið inni í Allianze og get því ekki hjálpað þér. En vonandi getur einhver annar það.

Inga, 18.3.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband