ertu í súperformi eða hvað???
15.3.2009 | 10:38
Ég taldi mig vera í ágætu formi og ákvað því að fara í þrek og púl tíma. Ég fór í einhverja strigaskó sem ég fann inni í skáp þar sem hinum var stolið um daginn. Ég stóð innan um slökkviliðsmenn og beið eftir að tíminn byrjaði, var að spá í að láta mig hverfa en ákvað að gera það nú ekki þar sem ég er í svona líka súperformi. Þegar hálftími var líðinn af tímanum var ég komin með blóðbragð í munninn, svimaði og sveið út um allt. Ég lét mig hafa það að klára tímann en ég komst varla út í bíl- ég skalf svo mikið. Ég ber þess enn merki að hafa farið í þennan tíma, vonandi er ég sterkari fyrir vikið en ég trúi því að þetta hafi borgað sig !!
Athugasemdir
Þessir menn eru líka sjúkraflutningamenn. Þú áttir bara að hníga niður og láta þá annast þig.
ÞJÓÐARSÁLIN, 15.3.2009 kl. 11:00
Það þarf að kæra þá sem stela strigaskóm annarra!
Gangi þér vel í næsta tíma!
Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 11:07
hehe...
Inga, 15.3.2009 kl. 11:14
Goð hugmynd hjá þjóðarsálinni
Því miður geta þessir staðir ekki tekið ábyrgð á skónum okkar, en ekki veit ég hvernig Guðmundur ætlar að kæra ef enginn veit hver tók þá.
Hafðu það gott í dag og gangi þér vel í ræktinni
Anna Guðný , 15.3.2009 kl. 11:38
Teiknimyndin er frábær sem þú settir við:....
knús frá Wasí..Ásdís
Asdis Snoots (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 12:37
Hvaða tími var þetta??
Ragga (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 22:34
Hrikalega ertu dugleg! Sammála Þjóðarsálinni
Soffía, 16.3.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.