Það eru fleiri en búa á Akureyri!!!!

 Ég er ekki að átta mig á hvers vegna fyrirtæki hafa ekki áttað sig á þeim stóra markhópi sem atvinnulausir eru. Þeir ættu að bjóða þessum hópi að koma og versla við sig á dauðum tímum gegn vægu gjaldi;

  • Staðir eins og bíóhús gætu haft mjög ódýrt í bíó á þeim tímum sem fólk með vinnu á erfitt að komast á og nýta þannig bíóhúsin. Hafa kannski sýningu einu sinni í viku klukkan 2. 
  • Reykjavíkurborg ætti að hafa mjög ódýrt í sund til 2 á daginn (eða ókeypis), þannig að allt fólk sem er heima við komist í sund.
  • Ódýrt í golf á daginn fyrir atvinnulausa- ekki það að ég spili golf- en þetta er útivera og hreyfing sem er miklu betra en að sitja heima og bíða eftir að eitthvað gerist.
  • Skíðasvæðin um allt land gætu selt ódýr lyftukort milli 2-4 á daginn

Vinnumálastofnun gæti séð um að fá fyrirtæki í lið með sér og hafa "vísindaferðir" í fyrirtæki á Íslandi þar sem hægt væri að skoða fjölbreyttan iðnað. Þannig gætu atvinnulausir kannski hugsað sér að starfa á öðrum vettvangi en áður og gæti það verið mjög gott.

 


mbl.is Ríflega 17 þúsund á atvinnuleysisskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Flottar tillögur Inga. Keep up the good work! Ég myndi fara með þessar tillögur til forstjóra Vinnumálastofnunar. Þeir virðast ekki geta fengið svona góðar hugmyndir sjálfir.

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 12:02

2 identicon

Nei,   fleiri?  Nei,  í desember voru Akureyringar um 17.300  þanning að nei,  varla er þeim búið að fækka um 300 síðan þá. Það er álíka og Akureyringar.

Snillingur (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:43

3 identicon

Hæ, mig langar að benda á gott framtak hjá Val sem á sér fyrirmynd að norðan ;) 

Mánudaginn 16. mars opnaði svokallað Virknisetur á Hlíðarenda, þar sem almenningi er boðið að nýta aðstöðuna á Hlíðarenda og í nágrenni hans sér til heilsubótar og algjörlega að kostnaðarlausu. Virknisetrið á sér m.a. fyrirmynd í vel heppnuðu verkefni “Hreyfingu og útivist”, sem Jónatan Magnússon hefur stýrt á Akureyri. Sérstök áhersla er lögð á að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og hagað sínum æfingum eftir eigin þörfum, áhuga, aldri, líkamlegu atgervi o.s.frv. Markmiðið er að hvetja fólk til heilbrigðs lífernis í einni bestu íþróttaaðstöðu landsins.

kv

Ingigerður.... verðandi mamma :)

Ingigerður (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Góðar hugmyndir. Allt sem hvetur atvinnulausa til að koma sér út úr húsi er af hinu góða.

Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 15:26

5 identicon

Mér finnst allar þínar hugmyndir fyrir atvinnulausa góðar. En hugmyndin með vísindaferðirnar finnst mér frábær.

erna (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 17:53

6 Smámynd: Anna Guðný

Gaman að fá að vita hversu mörg við erum hér á Akureyri Takk snillingur.

Langar að segja smá um "Hreyfingu og útivist" hér á Akureyri. Allar góðar svona hugmyndir kosta í framkvæmd og kosta bara þó nokkuð. Við hér erum svo heppin að útgerðarfélagið Samherji styrkir þessa framkvæmd og síðan eru það íþróttafélögin sem lána húsin sín til ýmissar iðkunnar. Þegar vorar er meiningin að færa sig meira út í Kjarnaskóg og nýta útivistarsvæðið sem við höfum hérna. Var einmitt búin að heyra frá KA mönnum að einhverjir annarstaðar að af landinu hefðu haft samband og vildu kynna sér þessa starfssemi, og er það vel.

Var búin að heyra af því að Rauða Kross húsið í Reykjavík biði upp á ýmis námskeið. Þannig að það er heilmikið í boði ef maður er bara með opin augu og eyrum.

Svo er það þetta með hugmyndirnar. Ég hef aldrei skilið af hverju hugmyndir eiga bara að koma að ofan. Auðvitað eiga þær að koma frá okkur öllum. Ég treysti nefninlega atvinnulausum verkamanni alveg að koma með góða hugmynd, eins og starfsmanni hjá Vinnumálastofnum.

En gangi þér vel og haltu endilega áfram að vera svona jákvæð.

Anna Guðný , 17.3.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er sammála þér! Hvernig stendur á því að líkamsræktarstöðvar bjóða ekki atvinnulausum að fylla sali um miðjan daginn þegar notkun hlýtur að vera í lágmarki, gegn vægu gjaldi?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 21:45

8 Smámynd: Inga

Sæl Hrönn,

VR býður félögum sínum að kaupa líkamsræktarkort fyrir 2000 krónur mánuðinn í stöðvum eins og World Class, Hreyfingu og ég held Sporthúsinu. Það er samt mjög takmarkaður tími sem má mæta á en ótrúlega sniðugt samt.

Inga, 18.3.2009 kl. 00:24

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Mikið var að metnaðarfullt og duglegt fólk varð atvinnulaust, nei grín, en virkilega flott hjá þér Inga og gott að sjá að þú ætlar ekki að deyja ráðalaus.

Endilega haltu áfram og gangtu lengra, búðu til barter system fyrir atvinnulausa, ég hef verið að hugsa það sama uppá síðkastið að við verðum að gera eitthvað fyrir þennan vaxandi hóp, það er með umræðu og opinheitum sem við eyðum skömm og þunglyndi og öðru sem tengist atvinnumissi og langvarandi atvinnuleysi.

Góðar stundir

Einhver Ágúst, 19.3.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband