Akkilesarhæll atvinnuleysingjans
18.3.2009 | 15:34
Ég er ein af þeim manneskjum sem gleypir við hverri einustu auglýsingu varðandi utanlandsferðir. Ég held að þetta sé hreinlega minn Akkilesarhæll - hve sjúk ég er í ferðalög. Að sjá mynd af strönd fær mig til þess að láta hugann reika á fjarlæga strönd og heyra niðinn í sjónum, finna sandinn á milli tánna og sólina skína á andlitið. Að sjá einhverja mynd af Kaupmannahöfn- það þarf ekki að vera nema eitt hjól, þá fæ ég næstum því fiðring í magann.
Ég held að ég finni út fyrir landann hvernig er hægt að fara til stórborga og skoða bara það sem er ókeypis, ég gæti sett upp lista yfir söfn, kirkjur og kennileiti sem krefjast þess ekki að maður opni budduna í eitt skipti. Ég ætla samt mest að gera það fyrir sjálfa mig því þá gæti ég mögulega haft afsökun... til að hmmmm... ferðast. Kannski ekki núna, en bráðlega- vonandi.
Athugasemdir
Það verður bara gaman þegar þú ferð í næstu ferð :-)
Greta (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:30
Einu sinni (reyndar í upphafi góðærisins) las ég lýsingu á því þegar mjög aura lítil kona (samt ekki atvinnulaus) á höfuðborgarsvæðinu fór niður í miðbæ Reykjavíkur. Þar lék hún sér að því að ímynda sér að hún væri í útlöndum. Hún lýsti því hvernig hún gluggaverslaði, sat á bekki og borðaði nesti sem hún hafði smurt og fór á safn eða sýningu. Um kvöldið fór hún svo í bíó og tók svo strætó heim. Þetta var að vori til og byrjað að hlýna en sýnir hugmyndaflug og jákvæðni. Takk fyrir skemmtileg skrif og gangi þér vel.
kanna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:24
Skemmtilegt erindi hjá þér á morgunverðarfundinum í morgun Inga. Ég hitti líka hana Sabine í síðustu viku eftir að hún hafði hitt þig og hún var mjög ánægð með þig og með mig fyrir að hafa bent á þig, þannig að glæsileg samvinna á ferðinni hérna hjá okkur,
Annars er ég sammála með utanlandsferðirnar, það getur farið alveg með mann að fá alla þessa bæklinga heim, ég get ekki haldið mig frá því að lesa þá í þaula og festist svo í dagdraumum næstu klukkustundirnar.
Una Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.