er sjór góður á bragðið?
19.3.2009 | 13:47
svarið við því er nei og er ég að upplifa ógeðslegt sjávarbragð uppi í mér núna, það er eins og ég hafi borðað þang í hádeginu með smá osti. Jakkidíjakk.
Ég fór út að borða með vinkonu minni í hádeginu- ánægð með að komast út meðal fólks og borða almennilegan mat í hádeginu í stað þess að borða Bónusbrauð með osti. Ég valdi mér Grænmetislasagne og gerði ráð fyrir fersku bragði þess þegar það yrði borið á borðið. En neiiiii... Það kom til mín beint úr örbylgjunni og það var ótrúlega skrýtið bragð af því- ekki svona ferskt bragð. Og Hvítlauksbrauðið- því hafði verið dýft í sjóinn til að þrífa það, það er ég viss um.
Ég vona að þetta bragð sitji ekki fast í mér eins og þetta eina skipti sem ég drakk Gammel dansk. vúúúhhhhuuuu, hrollur.....
Athugasemdir
Ég borðaði einu sinni ostrur í Frakklandi. Ostrurnar voru OK, en sjórinn sem maður saup með var vondur og brimsaltur
Finnur Bárðarson, 19.3.2009 kl. 13:56
Ég fékk mér reyndar drykk um helgina sem samanstendur af sjó og vodka. Þetta drullumall kallast víst Stjáni blái og ég mæli engan veginn með því.
Axel Viðar Egilsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 13:57
Svo það er Stjáni Blái. Takk fyrir viðvörunina :)
Finnur Bárðarson, 19.3.2009 kl. 14:13
Axel...stóðstu uppi eftir Stjána bláa
Asdis Snoots (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 14:28
Núna er ég að deyja úr forvitni yfir því hvar maturinn var svona slæmur. Þú verður að segja mér
Maður vill einmitt forðast svona staði þar sem greinilega væri fínt verkefni fyrir Gordon Ramsay's Kitchen Nightmares ... ég er "húkked" á þeim þætti
Soffía, 19.3.2009 kl. 16:16
Flott síða! Þú hvíslar þessu að mér með staðinn við tækifæri
kv.Ásta
Ásta Kristín Svavarsd. (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:56
Þori næstum því að veðja að þú færð eitthvað betra að borða í hádeginu í dag
Greta (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.