sjokk... rosalegt sjokk...
21.3.2009 | 18:50
Ég er ein af þeim sem hefur haft óbilandi trú á SPRON í þessu ferli, kannski af því að ég vann þar áður. Í SPRON vinnur fullt af frábæru fólki og verður leiðinlegt að vita til þess að aðeins hluti þess fær að halda starfi sínu.
Ég var að tala um það um daginn, að maður er orðinn dofinn fyrir fréttum á borð við gjaldþrot fyrirtækja, maður býst á einhvern hátt við að allir fari á hausinn. En.... ég bjóst ekki við þessu og er í sjokki í dag.
SPRON til Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er máttlaus af sjokki með þér :o( Mér er orða vant yfir þessum fréttum, græt hreinlega inn í mér vegna allra minna vina og kunningja í SPRON og sem gamall spronari. Ég veit ekki hvað skal segja .......á dánardegi SPRON.
Regina V (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 19:47
Ó mæ... þetta gerðist á vaktinni hjá Jóhönnu. Ég verð að fara og lemja koppinn minn fyrir utan stjórnarráðið og krefjast afsagnar hennar. Líka norska handbendisins hennar í Seðlabankanum!
Byltingarforinginn, 21.3.2009 kl. 20:26
Byltingaforinginn, æ... ertu í vörn?
Arnþór Snær (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:22
Tek undir þessi orð. Mig óar við að þurfa að skipta við Kaupþing. Var þar einu sinni með mín viðskipti og þar starfaði lélegasta fólkið í bankageiranum. Fór þaðan yfir í Landsbankann, þar sem var aðeins skárra, þjónustufulltrúinn vissi alla vega eitthvað, færði mig til SPRON í haust og hef fengið 100% þjónustu þar. Alltaf allt á hreinu, maður fær svör samstundis í þessum krúttlega banka með sínu góða starfsfólki. Sannarlega sorglegur dagur að þetta góða fólk missi vinnuna sína.
Anna (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:54
Tek undir þetta með Önnu. Það mætti skola út megninu af starfsfólki Kaupþings fyrir þá sem ég hef haft kynni af hjá SPRON, með nokkrum undantekningum. Ég var í viðskiptum við Kaupþing í mörg ár og það eru margir hjá SPRON sem er leitt að sjá fara út á atvinnuleitarmarkaðinn á þeirra kostnað.
Hversvegna ættu þeir sem voru hjá Kaupþingi ekki að keppa um störfin við SPRON starfsfólkið?
Rúnar Þór Þórarinsson, 21.3.2009 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.