púff.... allt er að gufa upp
21.3.2009 | 22:21
Ég er enn í sjokki, enda ekki skrýtið. Það sem ég er nú búin að velta fyrir mér er hvort ég geti enn tekið út séreignasparnað minn og hvort hann hafi nú lækkað við gjaldþrot SPRON.
Ég á hlutabréf í SPRON, markaður með þau bréf hefur verið lokaður síðan í október, ss. í 5 og hálfan mánuð. Ef ég hefði viljað selja bréfin, hefði ég ekki getað það og nú eru peningarnir púff-farnir. Þetta er allt stórt klúður og ég efast um að nokkur geti svarað þessu.
Mun SPRON vera lokað á mánudaginn eða mun starfsemin halda áfram í einhvern tíma?
Svör óskast...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.