orðaleikur
23.3.2009 | 00:28
Ég á 2 ára son sem vill láta þurrka á sér puttana í hvert sinn sem eitthvað matarkyns snertir þá. Ég sat við matarborðið með honum ásamt dóttur minni sem er 7 ára. Sonur minn gefur frá sér hljóð og biður um að puttarnir séu þurrkaðir. Ég segi þá við hann, Oh- þú ert nú meiri pempían! Dóttir mín lítur á mig og biður mig vinsamlega um útskýringar á þessu skrýtna orði sem ég notaði. Ég útskýrði það fyrir henni hvað það þýddi og við héldum áfram að borða.
Nokkrum dögum síðar situr fjölskyldan við eldhúsborðið og gæðir sér á súkkulaðiköku. Sonurinn gefur frá sér hljóð og réttir fram puttana til þess að láta þurrka súkkulaðið sem hafði lent í lófanum. Dóttirin fylgist með og segir þá, oh- þú ert nú meiri lesbían!
Foreldrarnir hlógu svo mikið að þau gátu varla útskýrt fyrir undrandi dótturinni á háttalagi foreldra sinna, að það orðið væri reyndar pempía...
Athugasemdir
Óborganlegt!! Fleiri svona sögur í kreppunni....endilega Hehehe..
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 23.3.2009 kl. 01:13
Góður ...Katrín dúllan... Krista mín setti upp brúðarslörið mitt og sagði við pabba sinn " Daddy will you walk me down the island" sem hann sagðist svo sannarlega að hann myndi gera...en ekki "down the aisle" enn þá amk.....
Asdis (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 17:32
góð!
Soffía, 23.3.2009 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.