fjölmiðlafár
25.3.2009 | 15:20
Nú er sjónvarpsviðtalinu lokið við Ástralíu og Írland, ég hafði rosalega gaman af viðtalinu fyrir utan það að nefið á mér var að detta af sökum íslenskrar veðráttu. Ég var búin að fara í sturtu og greiða á mér hárið- ég er ekki viss um að neinn hafi tekið eftir því þar sem hárgreiðslan breyttist á 5 sekúndna fresti þegar rokið kom. Þetta er gaman en það gæti alveg verið gaman að fá laun fyrir að vera í svona viðtali- þá gæti ég jafnvel orðið atvinnu- atvinnuleysingi.
Það er ótrúlegt hve mikinn áhuga önnur lönd hafa á Íslandi. Ekki bara evrópskir fjölmiðlar, heldur líka fjölmiðlar hinum megin á hnettinum. Fréttamenn flykkjast til Íslands til þess að vera vitni af ástandinu hér og tala við fólkið. Mestan áhuga hafa þeir þó af íbúðalánum og tómum byggingum. Það er gott að einhver geti lýst því fyrir þeim á almennan hátt hvernig ástandið er hérna.
Þannig að- ef einhver þekkir Opruh, látið hana vita að ég er laus whenever. Mig hefur alltaf langað til að fara til Chicago-hehehe...
Athugasemdir
Vá hvað þú stendur þig vel atvinnulaus ;o) Verst að fá ekkert borgað fyrir þetta allt saman. Ef þú færð boð til Oprhu viltu þá taka mig með? Ég er alveg að missa mig hérna heima líka hehehe.
Love Erla
Erla (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:41
Góður: Atvinnu Atvinnuleysingi
Asdis (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 16:26
bíddu bíddu, ég vissi ekkert um þetta, kúl hjá þér! :) getur maður séð þetta einhvers staðar?
Bryndís (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.